Jón Sigurðsson

Myndir og hugleiðingar úr A-Húnavatnssýslu. Hver sem er getur ratað inn á þessa síðu í töluverðri vissu um að komast frá því óskaddaður. Ef einhver skaddast og er tryggður, þá fær hann það bætt. Svo einfalt er það!

11.04.2012 14:18

Treyja sem talandi er um

Ég er ósköp venjulegur íslenskur karlmaður á góðum miðjum aldri. Sanntrúaður í orðsins fyllstu merkingu og það getur farið í mínar fínustu ef mínu daglega lífi er ógnað á einhvern hátt.  Að fenginni reynslu veit ég hvernig ég bregst við hinum ýmsu hversdagslegu aðstæðum í umhverfinu. Oftast er þögnin besta vopnið við hlutum sem dynja á manni daglega. Það kemur fyrir að ég tek dágóða rökræðu við einhvern vitleysing sem tjáir sig í fjölmiðlum og það róar mig um stund. Hjátrú og hindurvitni er eitthvað sem ekki fellur að minni staðalímynd og hafa mínur nánustu stundum kynnst því með ákveðnu vandlætingarhnussi. Ég gæti lengi haldið áfram með mína persónugreiningu en þar sem ég geri ráð fyrir því að lesendur flestir geri sér fullkomna grein fyrir hinum venjulega íslenska karlmanni læt ég hér staðar numið.


Þröstur minn góði. Þessi fugl syngur dag og nótt fyrir utan húsið mitt. Hann svæfir mig á kvöldin og vekur mig á morgnana

Ástæðan fyrir þessum inngangi er í eðli sínu einföld, hinar hversdagslegu aðstæður hafa breyst. Hin áunna reynsla mín í gegn um tíðina hefur að einhverjum óskiljanlegum ástæðum orðið fyrir truflun. Málið er það að ég sem venjulegur íslenskur karlmaður á mitt uppáhaldslið í ensku knattspyrnunni og það vill svo skemmtilega til að það er Liverpool. Ég hef ekkert verið að safna að mér neinum minjagripum sem tengjast liðinu. Ég á einn kaffibolla, baksýnisspegilhengju og brjóstsykurdós sem leynivinur minn hún Bóta gaf mér fyrir nokkrum árum. Svo gerðist það þann 18. febrúar á afmælisdegi mínum að félagar mínir úr getraunaklúbbnum Árbakkbræðrum gáfu mér þessa líka forláta Liverpool-treyju með nafni mínu og tölunni 60 á bakinu. Ég klæddist treyjunni strax daginn eftir afmælisdaginn þegar Liverpool atti kappi við andstæðinga sína í bikarkeppninni. Mínir menn unnu  6:1. Svo kom annar leikur og enn unnu mínir menn og ég í treyjunni. Svo komu leikir sem ég kom því ekki við að klæðast treyjunni eða fylgjast með framgangi minna manna og brá svo við að Liverpool tapaði þeim leikjum. Einu sinni kom ég heim þegar svolítið var liðið á leik og þar sem ég er ekki áskrifandi að enska boltanum þá varð ég að fylgjast með leiknum í treyjunni á textavarpinu og sjá, Liverpool sigraði. Síðastliðin laugardag hélt ég mig heima við því í mér var smá flensuskítur. Ég vissi að Liverpool var að leika. Það leit ekki vel út fyrir mitt lið í hálfleik og smellti ég mér í treyjuna góðu og skömmu seinna kom hringing til mín og ég kallaður í treyjunni til að fylgjast með síðari hálfleik í húsi sunnar í götunni. Viti menn, Liverpool náði jafntefli og ég gat haldið aftur heim ósigraður í treyjunni. Í gærkvöldi tók svo steininn úr. Þannig var að ég þurfti að fara á fund og gat því ekki fylgst með mínum mönnum í treyjunni góðu. Konan mín var heima og fylgdist með því á mbl.is að það fór að syrta í álinn hjá mínu liði á móti Blackburn. Við svo búið mátti ekki standa þannig að mín ágæta kona hljóp til og sótti treyjuna góðu og breiddi úr henni á stólbaki beint á móti tölvuskjánum sem var stilltur á mbl.is. og sjá, Andy Carroll skoraði sigurmarkið í uppbótatíma fyrir framan treyjuna góðu. Ég þurfti ekki einu sinni að vera í treyjunni til að ná fram þessum árangri. Ef satt skal segja þá er þessi undramáttur treyjunnar farinn að skapa smá spennu innan fjölskyldunnar og er ég, þessi staðfasti maður farinn að efast um að allt eigi sér eðlilegar skýringar. Það er ekki eðlilegt að maður eins og ég sé farinn að trúa á treyju en hvað á maður til bragðs að taka þegar maður er lentur í svona aðstæðum. Hætta að brúka treyjuna í leikjum minna manna og horfa upp á tapleiki nú eða sýna skjánum hana og uppskera sigur. Úr vöndu er að ráða. Hvernig myndi ég bregðast við ef Liverpool tapaði leik og ég í treyjunni. Ég er í vanda, það getur hver maður séð.


Það getur nætt um húnvetnska strönd og sú var raunin annan dag páska

Rúnar kom fyrir hádegi með diskinn "Nýtt undir geislanum" og það get ég staðfest. Rúnar hefur aldrei fyrr komið með Gluggann til mín í Aðalgötuna eins rokkaður og nú og velti ég vöngum fram og til baka hver gæti verið ástæðan fyrir þessari tónlistarlegu áherslubreytingu. Reyndar hefur Rúnar aldrei komið með Gluggann til mín fyrir hádegi. Kannski er hann rokkaður fyrir hádegi en róist er líður á daginn.


Bardagamenn úr Vatnsdalnum birtust í íþróttahúsinu á Blönduósi á afmælishátíð USAH. Þessi í hvíta gallanum með Securitasmerkið er Hjálmar Ólafsson í Kárdalstungu en sá hinn er fjær stendur með svart belti er enginn annar en Haukur Suska í Hvammi

Glugginn er uppfullur af aðalfundum að þessu sinni og vísa vikunnar er á sínum stað og að þessu sinni eftir Rúnar Kristjánsson á Skagaströnd. Fjallar hann um brjóstapúða og kallar Jens lækni sem komið hefur nálægt brjóstapúðum kvenþjóðarinnar, iðnaðarmann með hlý handtök.

En hér skal látið staðar numið og reynt að koma auga á samhengið í þessu öllu saman en það er ekki eins einfalt eins og svo oft áður, þegar maður er farin að bera óttablandna virðingu fyrir mætti treyju, jafnvel farinn að kalla hana töfratreyjuna

Ég gildishlaðinn var með trausta sýn á trúna,

trúði á Guð og fósturlandsins Freyju.

En hjá karlanganum komið er svo núna,

að kalla eftir hjáp frá rauðri treyju.

 

Um mig

Nafn:

Jón Sigurðsson

Farsími:

8623250

Afmælisdagur:

18.02 1952

Heimilisfang:

Árbraut 12 540 Blönduósi

Heimasími:

4524450

Faðir:

Sigurður M. Þorsteinsson

Móðir:

Ásta Jónsdóttir

Önnur vefsíða:

jonsig@tmumbod.is

Um:

Starfa sem umboðsmaður TM í A-Húnavatnssýslu auk þess að vera fréttaritari Morgunblaðsins á Blönduósi

Uppáhalds bíómynd(ir):

Hotel Ruanda og svo að sjálfsögðu allar James Bond myndirnar

Uppáhalds tónlist:

Maggi Eiríks, Ernirnir og ekki má gleyma sjálfum Bítlunum

Uppáhalds manneskjur:

þær sem halda upp á mig

Uppáhalds matur:

Hrogn og lifur, saltfiskur, þorramatur, ýsa í ýmsum myndum að ógleymdum humarnum. Lambakjötið stendur alltaf fyrir sínu og fátt er betra en útigrillaðar lambakótilettur með kartöflusalati A La Magga

Eftirminnilegast:

Það er svo margt ef að er gáð

Kennitala:

180252-3639

Eldra efni

clockhere

Tenglar

Flettingar í dag: 48
Gestir í dag: 11
Flettingar í gær: 67
Gestir í gær: 9
Samtals flettingar: 64861
Samtals gestir: 11521
Tölur uppfærðar: 4.5.2024 09:32:32