Jón Sigurðsson

Myndir og hugleiðingar úr A-Húnavatnssýslu. Hver sem er getur ratað inn á þessa síðu í töluverðri vissu um að komast frá því óskaddaður. Ef einhver skaddast og er tryggður, þá fær hann það bætt. Svo einfalt er það!

25.04.2012 15:04

Óður til grágæsar


Eftirlætisgæs Blönduósinga er mætt enn og aftur frá Skotlandi. Jón Jóhannsson náði þessari mynd á laugardaginn. Ég hef leitað mikið en ekki enn fundið þessa eðalgæs

Vorið er komið, það er næsta víst því eftirlætis gæs Blönduósinga SLN er komin heim frá vetradvöl í Skotlandi. Nafni minn Jóhannsson (Jón Beini) kom auga á hana og náði af henni mynd. Ég var satt best að segja farin að verða vonlítill um að hún skilaði sér í vor því töluvert er liðið síðan fyrstu gæsir komu. Þetta er í það minnsta, 13. skiftið sem hún skilar sér heim en hún var merkt í júlí árið 2000 við lögreglustöðina á Blönduósi, þá fullorðinn fugl. Hugsið ykkur gæsin hefur flogið 26 sinnum yfir hafið og heim og mátt sæta skotárásum bæði á Íslands- og Skotlandsstöndum. Þessi gæs hefur sýnt einstakan hæfileka til að komast af og ef við gerum ráð fyrir því að hún hafi komið upp 5 ungum að meðaltali öll þessi ár þá hafa fylgt henni öll þessi sumur 65 ungar. Þessi eðalgæs hefur haft það fyrir vana að helga sér svæði í nágreni Héraðshælisins og hafa því eldri borgarar bæjarins haft að henni þokkalegt aðgengi og ég veit að þeir eru flestir elskir að henni. Mér hefur ekki enn tekist að sjá SLN í ár en ég fékk upphringingu í morgun þar sem sást til hennar á Héraðashælislóðinni beint fyrir neðan skrifstofuna hjá Valbirni forstjóra, en þegar ég kom á staðinn nokkrum mínútum síðar þá var hún horfin.


Það hefur fjölgað í Aðalgötunni. Hér má sjá Ylfu og Úlf með afkvæmi sín. Þessir hundar eru í eigu Sveins M Sveinssonar Plúsfilmforingja sem dvelur langdvölum í Aðalgötunni

Rúnar er kominn með Gluggann og undir geislanum í Súkkunni var Strákabandið enn og aftur og léku þeir félagar leiftrandi polka sem Kristófer og Anna Guðrún væru fullsæmd af að dansa. Veðrið sem fylgdi Rúnari var svona dæmigert veður fyrir apríldag árið 2012. Skýjað en sést annars slagið til sólar, hitinn í kringum 4-5 gráðurnar og smá snjókorn falla strjált og máttlítil til jarðar, varla að hægt sé að tala um þau. Rúnar er til þess að gera afslappaður og getur hann þakkað það að hafa ekki séð mig í hálfan mánuð. Reyndar er Rúnar enn í sumarfríi og getur það líka skýrt þessa miklu afslöppun en þessari sæluvist fer senn að ljúka sagði Rúnar mér því hann á að vera mættur til vinnu í fyrramálið.

 En hvað boðar blessaður Glugginn í dag?  Á þriðjudaginn verður 1. maí um allt land eins og svo glöggur Hafnarfjarðarkrati sagði einhvern tíman og þóttist hafa komist vel að orði og hitt naglann á höfuðið. Af tilefni þessara tímamóta ætlar stéttarfélagið Samstaða að efna til samkomu í Félagsheimilinu. Fermingar verða á Skagaströnd og í Bólstaðarhlíðrhreppi hinum forna og svo eru Skagfirðingar að minna á Sæluvikuna sína. Domusgengið er á sínum stað og býður eignir til sölu og hestamannafélagið Neisti verður með æskulýðssýningu.


Mikið líf og fjör einkennir hávellurnar sérstaklega síðla vetrar og fram á vor. Hávellur skipta þúsundum við botn Húnafjarðar um þessar mundir

Vísa vikunnar í Glugganum er eftir stórskáldið á Skagaströnd Rúnar Kristjánsson og fjallar um þá merku uppgötvun að konur hafa líka heila. Gaman að vita af því á þessum síðustu og verstu tímum.

En við Sólheima-Rúnar þurfum að koma samhenginu út til alþýðunnar og það felst í þessari litlu þakkarbæn fyrir að halda hlífiskyldi yfir bæjargæsinni okkar henni SLN.

Þinn blessaði bænarkraftur,

birtist oss aftur og  enn.

Glöð að gengin er aftur,

grágæsinn SLN

Um mig

Nafn:

Jón Sigurðsson

Farsími:

8623250

Afmælisdagur:

18.02 1952

Heimilisfang:

Árbraut 12 540 Blönduósi

Heimasími:

4524450

Faðir:

Sigurður M. Þorsteinsson

Móðir:

Ásta Jónsdóttir

Önnur vefsíða:

jonsig@tmumbod.is

Um:

Starfa sem umboðsmaður TM í A-Húnavatnssýslu auk þess að vera fréttaritari Morgunblaðsins á Blönduósi

Uppáhalds bíómynd(ir):

Hotel Ruanda og svo að sjálfsögðu allar James Bond myndirnar

Uppáhalds tónlist:

Maggi Eiríks, Ernirnir og ekki má gleyma sjálfum Bítlunum

Uppáhalds manneskjur:

þær sem halda upp á mig

Uppáhalds matur:

Hrogn og lifur, saltfiskur, þorramatur, ýsa í ýmsum myndum að ógleymdum humarnum. Lambakjötið stendur alltaf fyrir sínu og fátt er betra en útigrillaðar lambakótilettur með kartöflusalati A La Magga

Eftirminnilegast:

Það er svo margt ef að er gáð

Kennitala:

180252-3639

Eldra efni

clockhere

Tenglar

Flettingar í dag: 164
Gestir í dag: 62
Flettingar í gær: 719
Gestir í gær: 392
Samtals flettingar: 65978
Samtals gestir: 12118
Tölur uppfærðar: 8.5.2024 06:19:15