Jón Sigurðsson

Myndir og hugleiðingar úr A-Húnavatnssýslu. Hver sem er getur ratað inn á þessa síðu í töluverðri vissu um að komast frá því óskaddaður. Ef einhver skaddast og er tryggður, þá fær hann það bætt. Svo einfalt er það!

02.05.2012 16:54

Ó hve dýrlegt er að sjá

Ég má til með að halda örlítið áfram gæsatali, þar sem frá var horfið í síðasta pistli. Ástæðan er sú að ég stóð augliti til auglitis við heiðursgæs Blönduóss, hana SLN og náði af henni myndum. Og það var engin tilviljun að þessi aldraða gæs var á vappi á bílastæðinu fyrir suðvestan Hnitbjörg þar sem er heimili fyrir aldraða og greip hún í græn grös sunnan undir veggnum. Kallinn hennar er ekki eins lystugur því hann þarf jú ekki að verpa en hann var vel á verði og passaði upp á sína eðalgæs. Ég bara varð að segja frá þessu því við höfum hittst hvert einasta vor í 13 ár og ég var ekki frá því að Sigurvon Lánsama Nonnadóttir (SLN) hafi sagt við mig með augunum " Sæll gamli gæsapabbi, mikið að þú látir sjá þig"


SLN á rölti með maka sínum á bílastæðinu við Hnitbjörg



Hér er hefðargæs Blönduósinga í öllu sínu veldi hún Sigurvon Lánsama Nonnadóttir (SLN). Hún er komin á sinn stað í það minnsta í 13. sinn við Héraðshælið

Jónas á Ljóninu er mikill baráttumaður, það vita þeir sem þessa pistla lesa. Þessi maður sem kennir kaffihúsið sitt við Ljón norðursins hinn eina sanna Leó Árnason frá Víkum átti fund með bæjarráði fyrir helgi. Hann sagði að ráðsmenn hefðu verið svona heldur "tens" og viljað ljúka erindi hans sem fyrst. "Rólegir drengir, rólegir " sagði Jónas og bætti við " liggur eitthvað á". "Við þurfum að afgreiða 7 erindi á fundinum" sagði Jónas að Kári Kára bæjarráðsformaður hefði sagt. "Menn verða að ganga fumlaust og ákveðið til verka eigi þeir að ljúka fundi á kristilegum tíma " sagði ég, bæjarráði til varnar. "Hvað kom svo út úr fundinum" sagði ég si svona til þess að segja eitthvað. "Það á eftir að koma í ljós" svaraði Jónas. " Nú er ég búinn að setja dyr á gamla fjósið þannig að opnuð hefur verið ný flóttaleið úr kaffihúsinu" sagði Jónas og bætti því við að nú væru öll skilyrði um flóttaleiðir uppfyllt. Við veltum töluverðum vöngum um öll þessi mál sem tengjast Ljóninu og yfirvöldum svona almennt, allt frá Innanríkisráðuneyti niður í sýslumanninn. Við veltum meira að segja vöngum hvort hann fengi ekki leyfi til að starfrækja flóttamannabúðir fyrst búið væri sinna hinum ströngu kröfum um flóttaleiðir. Við vorum sammála um það að það gætu allir flúið Ljón norðursins þeir sem á annað borð væru með meðvitund. Niðurstaðan er einfaldlega sú að menn geta óhræddir komið til Jónasar í hvaða erindagjörðum sem er því það er öruggt að þeir geta flúið, hvort heldur eld, vonda kjötsúpu nú eða skoðanir Jónasar á kvótakerfinu. Nú verða flóttaleiðirnar ekki lengur flúnar á Ljóninu hjá Jónasi.

Vorið hefur verið nokkuð þægilegt svona á heildina litið og hvergi snjó að sjá á láglendi. Þetta snjóleysi getur valdið eina villta hænsfuglinum á Íslandi vandræðum því hann á erfiðara með að fela sig fyrir frænda sínum fálkanum. En það er einhvern veginn svo að hin villta náttúra er ótrúlega nösk á það að aðlaga sig breyttum aðstæðum. Það vildi svo til að ég fjárfesti fyrir skömmu í hvítum bíl og rjúpurnar sem þvælast stundum um garðinn minn áttuðu sig á því að hvítur bíll getur komið í staðinn fyrir snjóskafl. Hinn hvíti bíll smellpassar sem felustaður rjúpu sem ekki er komin úr vetrarham.


Rúnar vinur minn kom ekki með Gluggann í dag vegna þess að hann þurfti að gangast undir aðgerð (ekkert hættulegt) á sjúkrahúsinu á Akureyri í dag. Ég heyrði í honum eftir aðgerð og var hann bara nokkuð hress og sagðist koma aftur heim á föstudag.  Ég sagði honum að nú hefði hann nægan tíma til að yrkja og var hann sammála mér um það en það er ekki tíminn sem málið snýst um heldur andann sem kemur yfir mann, minnir mig að Rúnar hafi sagt.

En Glugginn kom og var enginn annar en Óli Þorsteins sem kom með hann. Í Glugganum er ýmislegt sem menn geta lesið með því að fara inná huni.is og þefa upp tenginguna á Gluggann. Innihald Gluggans er fjölbreytt og rak ég augun í sérstaklega í tvær auglýsingar á sömu síðunni en sú fyrri er um útboð á jarðvegsskiptum en hin síðari er um aðalfund kirkjugarðs Blönduóss. Á kirkjugarðsfundinn eru íbúar sóknarinnar hvattir til að mæta. Þar sem ég hef aldrei farið á kirkjugarðsfund þá veit ég ekkert um þá en maður má svo sem velta vöngum því í kirkjugarði enda víst flestir. Ég ætla bara að láta þetta nægja og leyfa lesendum að virkja hugann um þessi mál.

Gluggavísa vikunnar er líkt og svo oft áður eftir hinn kunna hagyrðing á Skagaströnd Rúnar Kristjánsson. Þetta er vorvísa um hundaskít á bæjarstétt. Rúnar ætti að yrkja um það þegar gæsirnar á Blönduósi hafa fjölgað sér svo um munar í sumar og öll hersinginn ásamt bæjarhundunum fer að skíta á stéttar og stræti, það yrði sko vísa í lagi.

Einn sit ég uppi með samhengið að þessu sinni og sendi ég Rúnari vini mínum hlýja strauma til Akureyrar um leið og ég varpa þessu hér hugsunarlaust út í vorið.

Ó hve dýrlegt er að sjá

eðalgæs með eigin augum.

Fýrinn Jónas fór á stjá

og fyrirmenninn fóru á taugum.

  

  

Um mig

Nafn:

Jón Sigurðsson

Farsími:

8623250

Afmælisdagur:

18.02 1952

Heimilisfang:

Árbraut 12 540 Blönduósi

Heimasími:

4524450

Faðir:

Sigurður M. Þorsteinsson

Móðir:

Ásta Jónsdóttir

Önnur vefsíða:

jonsig@tmumbod.is

Um:

Starfa sem umboðsmaður TM í A-Húnavatnssýslu auk þess að vera fréttaritari Morgunblaðsins á Blönduósi

Uppáhalds bíómynd(ir):

Hotel Ruanda og svo að sjálfsögðu allar James Bond myndirnar

Uppáhalds tónlist:

Maggi Eiríks, Ernirnir og ekki má gleyma sjálfum Bítlunum

Uppáhalds manneskjur:

þær sem halda upp á mig

Uppáhalds matur:

Hrogn og lifur, saltfiskur, þorramatur, ýsa í ýmsum myndum að ógleymdum humarnum. Lambakjötið stendur alltaf fyrir sínu og fátt er betra en útigrillaðar lambakótilettur með kartöflusalati A La Magga

Eftirminnilegast:

Það er svo margt ef að er gáð

Kennitala:

180252-3639

Eldra efni

clockhere

Tenglar

Flettingar í dag: 40
Gestir í dag: 12
Flettingar í gær: 75
Gestir í gær: 17
Samtals flettingar: 64928
Samtals gestir: 11539
Tölur uppfærðar: 5.5.2024 08:28:50