Jón Sigurðsson

Myndir og hugleiðingar úr A-Húnavatnssýslu. Hver sem er getur ratað inn á þessa síðu í töluverðri vissu um að komast frá því óskaddaður. Ef einhver skaddast og er tryggður, þá fær hann það bætt. Svo einfalt er það!

13.06.2012 16:03

vísa vikunnar er orðin tóm


Enn skín sólin, enn blæs hann af norðaustri og enn rignir ekki. Svona gengur þetta fyrir sig hér fyrir botni Húnafjarðar. Margt er að gerast í kring um mann og nægir bara að nefna að byrjað er að leggja nýja hitaveitulögn frá Reykjum og Helgi Gunnars og félagar eru 10 dögum á undan áætlun með byggingu dælustöðvar á Héraðshælislóðinni. Laxasetrið verður opnað á laugardaginn  og súpan er komin í hús hjá Jónasi á Ljóninu.


Þýski fánin blakti við hún á Brekkunni í dag. Líklega tengist þetta eitthvað EM í fótbolta

Gæsarungarnir braggast og gerast æ stórtækari í beitinni, merarnar kasta og menn kasta mæðinni undir vegg mót sólu. Svo var með þá Himma Snorra og Jóhann Viðar seinni partinn í gær. Ég hitti þá undir suðvesturvegg á Ljóninu þar sem þeir áttu ekki von á neinni truflun nema frá söng kríunnar í ósnum eða frá gaggi einstöku gæsar sem var að verja ungahópinn sinn .  Nei! Birtist þá ekki, hann ég, þarna. Og þarna tafði ég dágóða stund og umræðuefnið var svo fjölbreytt að ég man ekki helminginn af því. Eitthvað vorum við að ræða næturlífið í gamla bænum og byggingu dælustöðvar á túninu við Héraðshælið. Flóttaleiðir á Ljóninu komu til umræðu sem og margt annað sem óþarfi er að viðra á þessum vettvangi.


Dælustöðin rís á lóðinni við Héraðshælið. Húsið á eftir að hækka um um 1,5 m eða sem nemur þakinu

Farsíminn hringdi áðan og var sagt á hinum endanum " Hvar ertu?" "Nú, í vinnunni" svaraði ég. "Hver er þetta?, er þetta ekki Þórir?" var spurt. "Nei" svaraði ég og bætti því við að ég héti Jón. "Nei, hver andskotinn" sagði sá sem hringdi. " Nei "sagði ég; "ég er hvorki Þórir né andskotinn" . Sá sem hringdi, brosti, ég heyrði það og bað mig afsökunnar á því að hafa hringt í vitlaust númer. Svona getur nú gerst á bestu bæjum.

Rúnar kemur ekki með Gluggann í dag því hann fór með félögum sínum í Bólstaðarhlíðarkórnum til Noregs til að syngja fyrir þarlenda. Ég man að ég hafði á orði þegar Rúnar og kórinn fór til Finnlands að hann ætti að líta í kringum sig eftir konu. Ekki gekk það eftir og ég steingleymdi að minna Rúnar á það að líta í kringum sig í Noregi eftir "en norsk kvinne".


Einar Óli er frumkvöðull í knattspyrnu. Hér kynnir hann knattspyrnu fyrir nærsýna

Glugginn er kominn út og er þar margt að finna. Harmonikkuhátíðir á Laugabakka og í Húnaveri, Smábæjarleikarnir í nánd og Laxasetrið við það að komast á koppinn.  Glugginn minnir á að síðasti Gluggi fyrir sumarfrí er 27. júní og USAH auglýsir sundkeppni svo eitthvað sé nefnt.

Það sem vekur hvað mesta athygli í Glugga dagsins er að liðurinn vísa vikunnar  er til staðar en engin vísa. Er virkilega svo komið að engin vísa hafi verið ort í héraðinu í heila viku. Detta mér allar dauðar lýs úr höfði. Hvar er Skagastrandar-Rúnar eiginlega, hvar eru skáldin. Ég bara spyr og það í forundran. Reyndar, þegar ég fór að hugsa dýpra þá getur þetta verið afar snjöll hugmynd hjá þeim Gluggamönnum. Það er skilin eftir eyða í dálknum vísa vikunnar þannig að hver og einn getur skrifað inn sína eigin vísu vikunnar þannig að vísur vikunnar verða kannski mun fleiri en nokkru sinni.  

 

Einn og yfirgefin þarf ég að gera hið óhjákvæmilega en það er að koma auga á samhengi hlutanna.  

Með tímanum taktarnir breytast,

og  tíðindi til okkar berast.

Þegar vísnasmiðirnir þreytast

þurfum við eigin smiðir að gerast.

Um mig

Nafn:

Jón Sigurðsson

Farsími:

8623250

Afmælisdagur:

18.02 1952

Heimilisfang:

Árbraut 12 540 Blönduósi

Heimasími:

4524450

Faðir:

Sigurður M. Þorsteinsson

Móðir:

Ásta Jónsdóttir

Önnur vefsíða:

jonsig@tmumbod.is

Um:

Starfa sem umboðsmaður TM í A-Húnavatnssýslu auk þess að vera fréttaritari Morgunblaðsins á Blönduósi

Uppáhalds bíómynd(ir):

Hotel Ruanda og svo að sjálfsögðu allar James Bond myndirnar

Uppáhalds tónlist:

Maggi Eiríks, Ernirnir og ekki má gleyma sjálfum Bítlunum

Uppáhalds manneskjur:

þær sem halda upp á mig

Uppáhalds matur:

Hrogn og lifur, saltfiskur, þorramatur, ýsa í ýmsum myndum að ógleymdum humarnum. Lambakjötið stendur alltaf fyrir sínu og fátt er betra en útigrillaðar lambakótilettur með kartöflusalati A La Magga

Eftirminnilegast:

Það er svo margt ef að er gáð

Kennitala:

180252-3639

Eldra efni

clockhere

Tenglar

Flettingar í dag: 138
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 180
Gestir í gær: 54
Samtals flettingar: 64232
Samtals gestir: 11413
Tölur uppfærðar: 28.4.2024 07:45:09