Jón Sigurðsson

Myndir og hugleiðingar úr A-Húnavatnssýslu. Hver sem er getur ratað inn á þessa síðu í töluverðri vissu um að komast frá því óskaddaður. Ef einhver skaddast og er tryggður, þá fær hann það bætt. Svo einfalt er það!

27.06.2012 16:38

Dagurinn þegar gráu hárin fuku

Í dag er sjösofendadagur og  segir í Sögu daganna" að hann sé helgaður og kenndur við sjö velættaða kristna grískættaða unglinga sem sváfu í tvær aldir til að losna undan ofsóknum Desíuar keisara um miðja 3. öld og leituðu hælis í helli einum í fjallinu Celius og voru múraðir inni. Guð lét svefn falla á þá og vöknuðu þeir ekki aftur fyrr en eftir nær tvær aldir. Þá var land þeirra orðið kristið, og þeir færðu Þeódósíusi keisara sönnun fyrir lífi eftir dauðann, en lögðust síðan aftur til svefns og sofa nú að eilífu. Dagurinn varð mikils metinn á dögum krossferðanna og á 17. öld var byrjað að heita á sjösofendur við svefnleysi og hitasótt.
       Helgisögninni fylgir veðurtrú á suðlægum slóðum, og á veður að haldast líkt sjö næstu daga eða vikur. Slíkrar þjóðtrúar verður vart hérlendis á síðari öldum en virðist aldrei hafa verið almenn, og ef til vill lífseigust á vesturhluta landsins".  Ég veit um nokkra hér á landi sem myndu þiggja það að sofa svona í tæpt eitt ár og vakna þegar ofsóknum lýkur hér á landi. Fer ekki nánar út í það því þetta eru skrif fyrir alla fjölskylduna.


Bærinn Kleifar á Blönduósi
        
    Dagur Ljóns norðursins var haldinn hátíðlegur á kaffihúsinu Ljóni norðursins. Jónas Skafta vert á Ljóninu hélt með eftirminnlegum hætti upp á 100 ára afmæli Leós Árnasonar sem gekk undir listamannsnafninu Ljón norðursins.  Boðið var upp á kaffi og vöflur í tilefni dagsins og komu margir vinir og vandamenn til að halda upp á þennan dag með Jónasi. Jónas lét skerða hár sitt í heiðurskyni fyrir Leó Árnason og er nú orðin nær óþekkjanlegur en myndir segja meira en mörg orð. Myndir af þessum atburði má nálgast inni í myndaalbúmi.


Svona lítur Jónas út í dag

Út er kominn bæklingur sem kallast "Blönduós, paradís við þjóðveg 1" Þar kennir ýmissa grasa og er þar m.a. að finna kafla sem ber nafnið 10 staðreyndir um Blönduós ferðamannsins.  Allar eru þessar  10 staðreyndir góðra gjalda verðar  nema fyrir það að þær eru ekki nema 9. Í þessum níu staðreyndum af tíu er að finna áður óþekktann listamann Erlend Inga Kolbeinsson sem að öllum líkindum er hinn sami og hinn geðþekki Erlendur bifreiðastjóri hjá Vörumiðlun. Það sannast enn og aftur að lífið er fullt af óvæntum hlutum eins og það að bæjargrillið á fimmtudegi í Húnavöku er óstaðsett í Húnavökudagskránni en ég efa það ekki að Erlendur listamaður mun vísa okkur veginn.

Í dag kom síðasti Gluggi fyrir sumarfrí og var hann eins og sá síðasti hangandi á hurðahúninum , einþykkur og ópersónulegur. Ég verð bara að segja það að fá Gluggann með hurðarhúnsaðferðinni er gerilsneytt fyrikomulag , óspennandi og ekki til þess fallandi að maður leggist í djúpar  pælingar um lífið og tilveruna hér við botn Húnafjarðar.
 
Jóhann Ingvi Hjaltason sonarsonur minn horfir til himins í ós Blöndu og virðir      fyrir sér almættið 

        Eitt er það þó sem gladdi mína lund í Glugganum var vísa vikunnar sem ég hélt fyrst að væri eftir Höska löggu en komst fljótlega að því að vísan er eftir Hafþór Örn Sigurðsson hennar Löggu. Autt og tómt er andans svið/ ég engu nenni þrasi./Sit hér móti sól með kvið/og sýp á rauðvínsglasi. Gaman er að sjá að Hafþór er kominn á kreik á ný með sína glettnislegu sýn á lífið og tilveruna.

Á sjösofendadegi þarf að koma auga samhengið líkt og aðra daga. Núna er enginn Rúnar mér til sáluhjálpar en þar sem ég er farinn að venjast því svolítið að berja samengið saman einn og óstuddur ætti það ekki að ríða mér á slig líkt og nafni minn frá Gilsbakka orti hér áður fyrr meir. Margt vill ríða mér á slig,/ mótgangs ber ég þvitann./ Ég held ég verði að hengja mig/ hérna upp um bitann

 

 

Nú skal punktur settur hér

Hér skal numið staðar.

Jónas bíður eftir mér

.

Um mig

Nafn:

Jón Sigurðsson

Farsími:

8623250

Afmælisdagur:

18.02 1952

Heimilisfang:

Árbraut 12 540 Blönduósi

Heimasími:

4524450

Faðir:

Sigurður M. Þorsteinsson

Móðir:

Ásta Jónsdóttir

Önnur vefsíða:

jonsig@tmumbod.is

Um:

Starfa sem umboðsmaður TM í A-Húnavatnssýslu auk þess að vera fréttaritari Morgunblaðsins á Blönduósi

Uppáhalds bíómynd(ir):

Hotel Ruanda og svo að sjálfsögðu allar James Bond myndirnar

Uppáhalds tónlist:

Maggi Eiríks, Ernirnir og ekki má gleyma sjálfum Bítlunum

Uppáhalds manneskjur:

þær sem halda upp á mig

Uppáhalds matur:

Hrogn og lifur, saltfiskur, þorramatur, ýsa í ýmsum myndum að ógleymdum humarnum. Lambakjötið stendur alltaf fyrir sínu og fátt er betra en útigrillaðar lambakótilettur með kartöflusalati A La Magga

Eftirminnilegast:

Það er svo margt ef að er gáð

Kennitala:

180252-3639

Eldra efni

clockhere

Tenglar

Flettingar í dag: 164
Gestir í dag: 24
Flettingar í gær: 180
Gestir í gær: 54
Samtals flettingar: 64258
Samtals gestir: 11422
Tölur uppfærðar: 28.4.2024 14:00:15