Jón Sigurðsson

Myndir og hugleiðingar úr A-Húnavatnssýslu. Hver sem er getur ratað inn á þessa síðu í töluverðri vissu um að komast frá því óskaddaður. Ef einhver skaddast og er tryggður, þá fær hann það bætt. Svo einfalt er það!

05.09.2012 16:20

Hver vegur að heiman

"Hver vegur að heiman er vegurinn heim" var einhverju sinni sagt og Magnús Eiríksson söng svo eftirminnilega um. Þetta er rétt! Ég er kominn heim eftir hálfs mánaðar dvöl í erlendu landi sem er ríkt af sól og skuldum. Ég kaus að byrja þennan pistil svona því ég er búinn að umgangast Guðna Ágústsson  fyrrverandi landbúnaðarráðherra daglega í hálfan mánuð og það fer ekki hjá því að maður "ruglist" eitthvað undir þessum kringumstæðum. En svo það sé  á hreinu þá kynntumst við hjón þeim Guðna og hans konu Margréti Hauksdóttur í þessari Spánarferð og voru þau kynni afar góð og ánægjuleg og það er ljóst að eftir þessi kynni hef ég mikinn sjóð til að ausa úr. Öllu verður þó í hóf stillt og gripið til sjóðsins þegar ástæða er til.

Í dag verð ég stuttorður og gagnorður og er er ástæðan einfaldlega sú að ég hef ekkert fylgst með mannlífunu fyrir norðan í  hálfan mánuð og það sem meira er, ég tók mér algjört frí frá internetinu meðan á fríi stóð. Í stuttu máli veit ég ekkert og því frá litlu að segja (Reyndar er þetta ekki satt en letinginn finnur sér oftast afsökun til að komast hjá hlutunum) .

Glugginn er kominn en ég veit bara ekkert hvað í honum stendur því ég kemst ekki inn á tengilinn á huni.is. Glugginn er kominn og ég veit ekki hvort Rúnar vinur minn kom með hann eða ekki því hann hékk einmana og hrakinn (Glugginn) í rigningunni á hurðarhúninum á Aðalgötu 8 eftir hádegið.   Í stuttu máli ég veit ekkert annað en það að bændur eru í göngum og réttir verða um helgina og ég tel fullvíst að vísa vikunnar í Glugganum sé á sínum stað. Þess vegna verður samhengi þessa miðvikudags einfaldlega svona:

Ég var út' á Spáni í vikur tvær,

var þar úr hita að deyja.

Um háttatíma ég heim kom í gær

og hef ekki frá neinu að segja.

Um mig

Nafn:

Jón Sigurðsson

Farsími:

8623250

Afmælisdagur:

18.02 1952

Heimilisfang:

Árbraut 12 540 Blönduósi

Heimasími:

4524450

Faðir:

Sigurður M. Þorsteinsson

Móðir:

Ásta Jónsdóttir

Önnur vefsíða:

jonsig@tmumbod.is

Um:

Starfa sem umboðsmaður TM í A-Húnavatnssýslu auk þess að vera fréttaritari Morgunblaðsins á Blönduósi

Uppáhalds bíómynd(ir):

Hotel Ruanda og svo að sjálfsögðu allar James Bond myndirnar

Uppáhalds tónlist:

Maggi Eiríks, Ernirnir og ekki má gleyma sjálfum Bítlunum

Uppáhalds manneskjur:

þær sem halda upp á mig

Uppáhalds matur:

Hrogn og lifur, saltfiskur, þorramatur, ýsa í ýmsum myndum að ógleymdum humarnum. Lambakjötið stendur alltaf fyrir sínu og fátt er betra en útigrillaðar lambakótilettur með kartöflusalati A La Magga

Eftirminnilegast:

Það er svo margt ef að er gáð

Kennitala:

180252-3639

Eldra efni

clockhere

Tenglar

Flettingar í dag: 50
Gestir í dag: 11
Flettingar í gær: 78
Gestir í gær: 46
Samtals flettingar: 68625
Samtals gestir: 12464
Tölur uppfærðar: 17.5.2024 06:03:21