Jón Sigurðsson

Myndir og hugleiðingar úr A-Húnavatnssýslu. Hver sem er getur ratað inn á þessa síðu í töluverðri vissu um að komast frá því óskaddaður. Ef einhver skaddast og er tryggður, þá fær hann það bætt. Svo einfalt er það!

17.10.2012 15:57

úti að aka


                                                     Sjaldan er ein báran stök

    Upp er runninn miðvikudagur, fallegur dagur sem bar í sér mildi og birtu í morgun en heldur hefur hann kólnað þegar liðið hefur á daginn.  Í raun og veru gæti ég látið hér staðar numið því það er í rauninni ekkert við þessi upphafsorð að bæta en ég hef bara ekki vit á því.
 

Jónas Skafta á Ljóninu er alltaf að skreppa úr Reykjavík á Blönduós og notar til þess "strætó". Kemur að morgni og fer að kvöldi. Í síðustu ferð sinni þá sagði hann mér að hann væri gersamlega búinn að skipta um "kúrs" í lífinu. Hann sagði við mig fyrr í haust að hann hyggðist koma aftur norður 1. maí og bæta þá matargerð í ferðaþjónustu sína. En núna er ætlunin að koma um áramótin og hefja starfsemina.  Svona geta hlutirnir breyst hratt.  Ég held að hann hafi fyllst svo mikilli bjartsýni og eldmóði þegar að Valdimar Trausti í Sveitabakaríinu hóf  bakstur  í gamla Krútt bakaríinu við Aðalgötuna.

                                 Béin þrjú;  Bleiki bærinn Blönduós
        
    Það er fleira en þetta að frétta af athafnamönnum á Vesturbakkanum.  Bátur nokkur sem um allnokkuð skeið hefur staðið á þurru á hafnarsvæðinu og ber hið fallega nafn Jón forseti hefur fengið smá aðhlynningu. Eigendur bátsins sem eru Jónas Skafta og nokkrir bræðra hans ásamt Óla hótelstjóra tóku vélina úr bátnum fyrir skömmu og fóru með hana til Reykjavíkur til yfirhalningar. Vélin var í góðu lagi þannig að þeir félagr geta væntanlega gert hann út næsta sumar. Ég sé vel fyrir mér að Óli hótelstjóri verði kapteinn á Jón forseta því hann er ekki ósvipaður Kolbeini kapteini sem þekktur er úr Tinna bókunum.

Rúnar er ekki bara kominn, hann er kominn á splunkunýjan bíl , steingráa súkku. " Það er rosa gott að keyra hann" sagði Rúnar og ljómaði af gleði. "Ég hef aldrei átt nýjan bíl fyrr" bætti hann við um leið og hann lækkaði tónin í þeim Therése og Peter sænskum harmonikkutónlistarmönnum sem voru að flytja "Fingerklådan" af geisladisknum "Marsch pannkaka".

Glugginn er kominn út og kennir þar margra grasa eins og venjulega.  Styrktarsjóðsballið nálgast sem og þjóðaratkvæðagreiðslan. Kórarnir í héraðinu óska eftir röddum og ræða framtíð sína. Og síðast en ekki síst þá er svartur köttur í óskilum á Fornastöðum. Einnig er vísa vikunnar á sínum stað og sem oft áður er Rúnar á Skagaströnd höfundur vísu. Fjallar hún um stríðshörmungar úti í hinum stóra heimi.

En samhengið verður að vera á sínum stað og það getur ekki verið öðruvísi en svona: 

          Með strætó ferðast hann fram og til baka,

          frömuður Jónas og Trausti er að baka.

          Svo segir frá því

          Að Rúnar er í

          spánýrri súkku,  úti að aka.

Um mig

Nafn:

Jón Sigurðsson

Farsími:

8623250

Afmælisdagur:

18.02 1952

Heimilisfang:

Árbraut 12 540 Blönduósi

Heimasími:

4524450

Faðir:

Sigurður M. Þorsteinsson

Móðir:

Ásta Jónsdóttir

Önnur vefsíða:

jonsig@tmumbod.is

Um:

Starfa sem umboðsmaður TM í A-Húnavatnssýslu auk þess að vera fréttaritari Morgunblaðsins á Blönduósi

Uppáhalds bíómynd(ir):

Hotel Ruanda og svo að sjálfsögðu allar James Bond myndirnar

Uppáhalds tónlist:

Maggi Eiríks, Ernirnir og ekki má gleyma sjálfum Bítlunum

Uppáhalds manneskjur:

þær sem halda upp á mig

Uppáhalds matur:

Hrogn og lifur, saltfiskur, þorramatur, ýsa í ýmsum myndum að ógleymdum humarnum. Lambakjötið stendur alltaf fyrir sínu og fátt er betra en útigrillaðar lambakótilettur með kartöflusalati A La Magga

Eftirminnilegast:

Það er svo margt ef að er gáð

Kennitala:

180252-3639

Eldra efni

clockhere

Tenglar

Flettingar í dag: 74
Gestir í dag: 52
Flettingar í gær: 100
Gestir í gær: 64
Samtals flettingar: 65062
Samtals gestir: 11643
Tölur uppfærðar: 6.5.2024 11:54:28