Jón Sigurðsson

Myndir og hugleiðingar úr A-Húnavatnssýslu. Hver sem er getur ratað inn á þessa síðu í töluverðri vissu um að komast frá því óskaddaður. Ef einhver skaddast og er tryggður, þá fær hann það bætt. Svo einfalt er það!

31.10.2012 16:10

loppinn og ófrjór í vindinum

"Sköpunargáfa þín og ímyndunarafl eru einstaklega frjó. Hlustaðu á það sem aðrir hafa fram að færa og mundu að það er enginn sem vill eyðileggja þig." Svo segir mín stjörnuspá í Morgunblaðinu í dag. Satt best að segja fannst mér þessi spá svolítið mótsagnakennd.  Ef sköpunargáfa mín og ímyndunarafl eru einstaklega frjó hversvegna ætti ég að hlusta á það sem aðrir hafa fram að færa. Hinn frjói á að uppfræða hinn hugmyndasnauða, sem sagt fræða og upplýsa og gera allt til að bæta heiminn. Þetta finnst mér liggja alveg í augum uppi nema fyrir það eitt að sköpunargáfa mín og ímyndunarafl er einstaklega ófrjó í dag og ég hef mikla þörf fyrir að fá hugmyndir frá einhverjum sem hefur eitthvað uppbyggjandi fram að færa. Niðurstaða mín er einföld í þessu stjörnspármáli að spáin er bara góð. Bara að sjóða saman torræða spá og hafa hana að minnsta kosti tvíþætta þannig að ef hluti hennar er vitlaus þá geti seinni hlutinn verið réttur eða öfugt.  Svo skaðar ekki að hafa í spánni eitthvað fallegt um mann og ekki skemmir að von sé á því að maður auðgist eitthvað í náinni framtíð og ekki skaðar að ástin komi eitthvað við sögu.


Það er hvasst í dag og það er kominn smá snjór og spáin er slæm. Heita vatnið var tekið af okkur í gær og verkefni dagsins í dag er að koma hita aftur á ofnana og það gengur hægt. Hitinn hér á Aðalgötu 8 er ekki ásættanlegur eins og er en það stendur til bóta þegar maður er búinn að böggla þessum pistli frá sér krókloppinn á fingrum.

Rúnar er kominn með Gluggann og var hann heldur seinna á ferðinni en venjulega. Ástæðan er einföld því hann ekur enn um á sumardekkjum á splunkunýrri Súkkunni og hálkan er fljúgandi út um allt. Strákabandið var enn og aftur undir geislanum hjá honum og lék af fingrum fram polka sem hæfir vindhraðunum allt um kring. Það er verst að Rúnar veit ekkert hvað lögin heita á disknum því hann er þrælstolinn svo ég hef kosið að kalla þennan polka "Illa fenginn"

Glugginn hefur að geyma ýmsar upplýsingar eins og til dæmis það að Höddi Rikk er að fara í framboð  og myndarlegur rauðstjörnóttur hestur er í óskilum hjá fjallskilanefnd Bólstaðarhlíðarhrepps hins forna. Lionsmenn auglýsa herrakvöld sem venjulegast gengur undir nafninu Sviðamessa um miðjan  nóvember. Þar er eins og nafnið bendir til boðið upp á svið en að þessu sinni verður kjötsúpa einnig á boðstólum. Þetta er gert til að koma til móts við yngri karlmenn sem geta ekki borðað svið. Það verður eflaust ekki langt að bíða að á Sviðamessu Lions verði boðið upp á hamborgara og franskar svo æskumenn geti borðað sér til gagns (gikkir).

Vísa vikunnar er að þessu sinni eftir Skagastrandarskáldið Rúnar Kristjánsson, Hjartarsonar.  Rúnar er að þessu sinni að rýna í samfélagið og greina vandann. Hann sér rottur ráfa um í siðleysi,  rótopnar af friðleysi. Það er annað en ég sem ráfa á milli ofna og reyni að koma í þá hita úr nýju hitaveitulögninni sem m.a. er ætlað að koma heitu út á Skagaströnd.

Rúnar var fljótur til þegar ég bað hann um vísu. Hann leit út um gluggann og sá að veður er farið að vernsa og þegar hann leit fram í búð sá hann þær Möggu og Brynju að störfum í vínúðinni og því liggur þetta í augum uppi:

Veður fer að versna hér,

veðurskeytin telja.

Brynja og Magga báðar hér

"blessað" vínið selja.

 

Samhengið er ekkert flóknara en þetta á þessum vindasama miðvikudegi þó svo hér og hér sé nú hér og hvar en hverju skiptir það.

Um mig

Nafn:

Jón Sigurðsson

Farsími:

8623250

Afmælisdagur:

18.02 1952

Heimilisfang:

Árbraut 12 540 Blönduósi

Heimasími:

4524450

Faðir:

Sigurður M. Þorsteinsson

Móðir:

Ásta Jónsdóttir

Önnur vefsíða:

jonsig@tmumbod.is

Um:

Starfa sem umboðsmaður TM í A-Húnavatnssýslu auk þess að vera fréttaritari Morgunblaðsins á Blönduósi

Uppáhalds bíómynd(ir):

Hotel Ruanda og svo að sjálfsögðu allar James Bond myndirnar

Uppáhalds tónlist:

Maggi Eiríks, Ernirnir og ekki má gleyma sjálfum Bítlunum

Uppáhalds manneskjur:

þær sem halda upp á mig

Uppáhalds matur:

Hrogn og lifur, saltfiskur, þorramatur, ýsa í ýmsum myndum að ógleymdum humarnum. Lambakjötið stendur alltaf fyrir sínu og fátt er betra en útigrillaðar lambakótilettur með kartöflusalati A La Magga

Eftirminnilegast:

Það er svo margt ef að er gáð

Kennitala:

180252-3639

Eldra efni

clockhere

Tenglar

Flettingar í dag: 70
Gestir í dag: 49
Flettingar í gær: 100
Gestir í gær: 64
Samtals flettingar: 65058
Samtals gestir: 11640
Tölur uppfærðar: 6.5.2024 11:31:37