Jón Sigurðsson

Myndir og hugleiðingar úr A-Húnavatnssýslu. Hver sem er getur ratað inn á þessa síðu í töluverðri vissu um að komast frá því óskaddaður. Ef einhver skaddast og er tryggður, þá fær hann það bætt. Svo einfalt er það!

12.12.2012 16:21

óvænt brottför að heiman

12.12.12 eru einkennistölur dagsins og það skemmtilega er að þær ber upp á miðvikudag. Þessi dagur er bjartur og stilltur hér við botn Húnafjarðar og ekkert sem bendir til þess að þann 21.12.12 verði heimsendir. Það eru einhverjir að spá þessu og kenna Maya indíánum um. Hvernig bregst maður við svona fréttum. Til þess að gera langa sögu stutta þá er svarið mjög einfallt. Ekki neitt.


Æðarfuglinn er þrautseigur fugl og heldur kyrru fyrir á landinu bláa allt árið

Það er gleðilegt að segja frá því að nú er farið að loga ljós í gömlu kirkjunni. Ég nefndi það af einfeldni minni um daginn að kirkjuhöfðinginn ætti nú að tendra á svo sem einni 40 kerta peru en hann hefur gert gott betur og streyma nú hlýjir ljósgeislar út í svartasta skammdegið í gamla bænum frá fjórum fjörutíu kerta perum. Sveinn í Plúsfilm (kirkjuhöfðinginn) fer oft á dag með geltandi hundkórinn sinn til að líta til með ljósunum í kirkjunni og vekur þessi hópganga oftast verðskuldaða athygli en hér er á ferðinni sérstæður kvintett.

Rúnar er kominn með Gluggann og enn er Strákabandið undir geislanum hjá honum. Það fer nú að koma tíma á hina gömlu listamenn eins og Arnt Haugen og Familien Blix. Ég benti honum á þessa augljósu staðreynd og hans svar  var einfallt. "Nú ! já!" og svo var það bara ekki rætt meir. Reyndar eru fleiri listamenn sem hann hefur sett út í horn og má þar m.a. nefna meistarann Carl Jularbo. En ekki ber að vanþakka það að Rúnar skuli á annað borð nenna að breiða út Gluggann og hressandi harmonikkutóna um sitt nánasta umhverfi og noti til til þess Strákabandið.


Spákonufellið sem er uppáhaldsfjall Skagstrendinga sem eru samkvæmt áræðanlegum heimildum Austur-Húnvetningar

Já Glugginn er kominn og er hann aðeins farinn að þykkna enda að koma jól. Það er farið að minna á þorrablótin og Rauði krossinn sem skiptist í tvær deildir hér í A-Hún, annarsvegar í Austur-Húnavatnssýsludeild og hinsvegar Skagastrandardeild minna líka á sig. Ég staldraði við þessa skiptingu Rauða krossins  smá stund og fór að velta vöngum yfir því hversvegna Skagstrendingar eru ekki í A-Húnavatnssýsludeildinni því samkvæmt mínum heimildum er Skagaströnd í A-Húnavatnssýslu. En höfuðskáld Skagstrendinga sem ég lít á sem A-Húnvetning á vísu vikunnar sem fjallar um það hvað tíminn líður hratt og jólin koma áður en maður veit af.


Hugur hins miðaldra manns er kominn á flug og skyldi engan undra

Þetta er síðasta ritæfingin fyrir jól, já á þessu ári, því mín ágæta eiginkona álpaðist til að taka þátt í einhverjum feisbókarleik hjá einni ferðaskrifstofunni og sat eftir hann uppi með tvo flugmiða til Kanarí yfir jólin.  Þessi vinningur sem kom svo óvænt  hefur kostað margar vangaveltur og ég sit m.a. uppi með ónotað jólatré úr Hamarsskógi. Eins hefur marg oft farið í gegnum hugann hvernig það sé að upplifa aðfangadagskvöld án rjúpnalyktarinnar og bragðsins. Missa af því þegar jólin eru hringd inn í útvarpinu. Missa af því að hafa ekki ættingja og vini fyrir augum. Það er svo margt sem tengist jólum og svo sterkar hefðir sem þeim fylgja að það getur verið erfið ákvörðun fyrir íhaldssaman karl á ofanveðum miðjum aldri að taka svo stóra og mikla skyndiákvörðun. En núna stend ég frammi fyrir þessari staðreynd og verð að fara að dusta rykið af stuttbuxunum og slæva gömlu góðu minningarnar sem tengjast jólunum. Það verður skrýtið að vera ekki með sínu fólki á gamlárskvöld og horfa á Skaupið og fagna nýju ári. Já þetta verður allt öðru vísi og án vafa bara skemmtilegt. Þið vitið ekki hvað hugur minn reikar um víðan völl en það hljóta bara að vera eðlileg viðbrögð við óvæntu spennandi áreiti.

En hér er mál að linni og samhengið bara eitt en bara eitt svona í lokin. Gleðleg jól og og megi farsæld ykkur fylgja sem þessar línur lesið:

Nú tíni ég saman öll sólartólin,

er sígur á himni vetrarsólin.

Nú er ég farinn

á Klörubarinn
          og verð þar yfir jólin.

Um mig

Nafn:

Jón Sigurðsson

Farsími:

8623250

Afmælisdagur:

18.02 1952

Heimilisfang:

Árbraut 12 540 Blönduósi

Heimasími:

4524450

Faðir:

Sigurður M. Þorsteinsson

Móðir:

Ásta Jónsdóttir

Önnur vefsíða:

jonsig@tmumbod.is

Um:

Starfa sem umboðsmaður TM í A-Húnavatnssýslu auk þess að vera fréttaritari Morgunblaðsins á Blönduósi

Uppáhalds bíómynd(ir):

Hotel Ruanda og svo að sjálfsögðu allar James Bond myndirnar

Uppáhalds tónlist:

Maggi Eiríks, Ernirnir og ekki má gleyma sjálfum Bítlunum

Uppáhalds manneskjur:

þær sem halda upp á mig

Uppáhalds matur:

Hrogn og lifur, saltfiskur, þorramatur, ýsa í ýmsum myndum að ógleymdum humarnum. Lambakjötið stendur alltaf fyrir sínu og fátt er betra en útigrillaðar lambakótilettur með kartöflusalati A La Magga

Eftirminnilegast:

Það er svo margt ef að er gáð

Kennitala:

180252-3639

Eldra efni

clockhere

Tenglar

Flettingar í dag: 6
Gestir í dag: 5
Flettingar í gær: 100
Gestir í gær: 64
Samtals flettingar: 64994
Samtals gestir: 11596
Tölur uppfærðar: 6.5.2024 01:10:46