Jón Sigurðsson

Myndir og hugleiðingar úr A-Húnavatnssýslu. Hver sem er getur ratað inn á þessa síðu í töluverðri vissu um að komast frá því óskaddaður. Ef einhver skaddast og er tryggður, þá fær hann það bætt. Svo einfalt er það!

20.12.2012 17:34

Í sól og vetraryl

Lífið tekur stundum óvænta stefnu og sannar hið fornkveðna að engin ræður för nema kannski maður sjálfur. Hér sit ég úti á svölum hótels  á ensku ströndinni í 20 stiga og rifja upp daginn.

Við vöknuðum  kl 9 eftir um 8 tíma svefn. Ég, aldrei þessu vant var á undan fram úr. Ég horfði í smástund inn í tóman ísskápinn og áttaði mig fljótt á verkefni morgunsins. Íbúðin, sem við erum farin að átta okkur á er hönnuð af veitingahúseigendum. Það er þó huggun harmi gegn að það er hægt að sjóða allt sem hugur stendur til en bakarofninn er víðsfjarri. Hitinn sem sólinni fylgir er með miklum ágætum, og er þess valdandi að sólarvörnin er nauðsynleg.

Þegar við hjónin eftir velheppnaða verslunarferð í SPAR veslun í nágenninu vorum búin að smyrja brauðið og sjóða eggin þá smurðum við hvort annað með með sólarvörn á bakið.

Til að gera tiltölulega litla sögu enn minni þá fórum við í sólbað í eina klukkustund og fjörtíuog sjö mínútur. Rétt er að geta þess að á milli smurða brauðsins og sólbaðsins þá komum við internetinu í tölvuna.

Eftir þá sérstæðu upplifun að upplifa það  að sólin væri farin að þjaka húsmóðirina var ákveðið að fara í rannsóknarleiðangur um næsta nágenni. Við gengum og rifjuðum upp allan fjandann frá fyrri ferðum og  kom þá á daginn að glópurinn ég, sem ekkert man, mundi miklu meira.

Í raun er hægt að gera hér hlé en áður en það er gert er mikilvægt að leggja nafnið Guðrún Ólafsdóttir á minnið. Kona sem er 15 árum eldri en við, ættuð frá Akureyri óskaði okkur alls hins besta þegar við hittum hana í HyperDyno.
 

Þegar þessar línur eru skrifaðar, lækkar sólin á lofti og ef Guð lofar kemst hún á morgun ekki lægra nema þessi margumræddi heimsendir komi í heimsókn. 

Um mig

Nafn:

Jón Sigurðsson

Farsími:

8623250

Afmælisdagur:

18.02 1952

Heimilisfang:

Árbraut 12 540 Blönduósi

Heimasími:

4524450

Faðir:

Sigurður M. Þorsteinsson

Móðir:

Ásta Jónsdóttir

Önnur vefsíða:

jonsig@tmumbod.is

Um:

Starfa sem umboðsmaður TM í A-Húnavatnssýslu auk þess að vera fréttaritari Morgunblaðsins á Blönduósi

Uppáhalds bíómynd(ir):

Hotel Ruanda og svo að sjálfsögðu allar James Bond myndirnar

Uppáhalds tónlist:

Maggi Eiríks, Ernirnir og ekki má gleyma sjálfum Bítlunum

Uppáhalds manneskjur:

þær sem halda upp á mig

Uppáhalds matur:

Hrogn og lifur, saltfiskur, þorramatur, ýsa í ýmsum myndum að ógleymdum humarnum. Lambakjötið stendur alltaf fyrir sínu og fátt er betra en útigrillaðar lambakótilettur með kartöflusalati A La Magga

Eftirminnilegast:

Það er svo margt ef að er gáð

Kennitala:

180252-3639

Eldra efni

clockhere

Tenglar

Flettingar í dag: 92
Gestir í dag: 57
Flettingar í gær: 75
Gestir í gær: 17
Samtals flettingar: 64980
Samtals gestir: 11584
Tölur uppfærðar: 5.5.2024 23:16:41