Jón Sigurðsson

Myndir og hugleiðingar úr A-Húnavatnssýslu. Hver sem er getur ratað inn á þessa síðu í töluverðri vissu um að komast frá því óskaddaður. Ef einhver skaddast og er tryggður, þá fær hann það bætt. Svo einfalt er það!

13.02.2013 16:01

Meinlaus miðvikudagur

    

    
Sungið fyrir sælgæti

     Dagurinn í dag er eins og dagurinn í gær, hægur , svalur og bjartur. Þessi miðvikudagur er samt ekki eins og síðasti miðvikudagur því nú á ég sex barnabörn en fyrir viku átti ég bara fimm. Hún er alveg merkileg þessi veröld því hún hefur að geyma eilífð sem tekur stöðugum breytingum. Svona er þetta nú bara og svo sem ekkert meira um það að segja annað en að þessi miðvikudagur er jafnframt öskudagur og á sér átján bræður, ekki amalegt það.


Hávella um hávetur

     Það er alveg full ástæða til að tala um veðrið sem boðið er upp á dag eftir dag. Hvað höfum við lagt af mörkum til að verðskulda svona veðurblíðu á miðjum þorra. Þegar maður labbar niður í fjöru og horfir á umkomulausar bárur brotna í logninu við ströndina fyllist sálin friði. Maður heyrir í æðarfuglinum og einn og einn mávur hlær stöku sinnum. Hávellur og skarfar eru líka þátttakendur á leiksviði sjávaryfirborðsins. Það er gaman að horfa á æðarfuglinn sem er mjög félagslyndur fugl og myndar stóra hópa. Eitt augnablikið ríkir kyrrð yfir hópnum, skyndilega hleypur fjör í fuglinn og hann tekur á rás og svo á örskotsstundu er eins og hafið hafi gleypt þá því þeir hverfa smá stund af yfirborðinu. Þar sem voru 100 fuglar er kannski ekki fugl að sjá en skömmu seinna eru þeir allir mættir  sem einn, eins og ekkert hafi í skorist.


Þessi er af Röðulskyni

     Glugginn hékk umkomulaus á hurðarhúninum þegar ég kom til vinnu eftir hádegi. Rúnar vinur minn hefur líkast til þurft að flýta ferð og brugðið sér af bæ og þar af leiðandi fæ ég enga harmonikkutóna þennan miðvikudaginn þó svo þessi dagur verðskuldi það.  Enginn Rúnar semsagt og enginn Arnt Haugen eða hormonikkadrenger.


Ær á öskudegi

     Glugginn er kominn og er rýr með mikilvæg skilaboð.  Rúnar á Skagaströnd er með ljúfa hugvekju í vísu vikunnar og bendir réttilega á að meðan maður sér ljósið á maður líf í brjósti sínu.


Líklega hefur snjóað eitthvað á Ströndum svo bræður öskudagsins haga sér liklega eitthvað öðruvísi við vestanverðan Húnaflóa

     Hér skal numið staðar og án nokkurs vafa er veðrið sigurvegari dagsins

Um mig

Nafn:

Jón Sigurðsson

Farsími:

8623250

Afmælisdagur:

18.02 1952

Heimilisfang:

Árbraut 12 540 Blönduósi

Heimasími:

4524450

Faðir:

Sigurður M. Þorsteinsson

Móðir:

Ásta Jónsdóttir

Önnur vefsíða:

jonsig@tmumbod.is

Um:

Starfa sem umboðsmaður TM í A-Húnavatnssýslu auk þess að vera fréttaritari Morgunblaðsins á Blönduósi

Uppáhalds bíómynd(ir):

Hotel Ruanda og svo að sjálfsögðu allar James Bond myndirnar

Uppáhalds tónlist:

Maggi Eiríks, Ernirnir og ekki má gleyma sjálfum Bítlunum

Uppáhalds manneskjur:

þær sem halda upp á mig

Uppáhalds matur:

Hrogn og lifur, saltfiskur, þorramatur, ýsa í ýmsum myndum að ógleymdum humarnum. Lambakjötið stendur alltaf fyrir sínu og fátt er betra en útigrillaðar lambakótilettur með kartöflusalati A La Magga

Eftirminnilegast:

Það er svo margt ef að er gáð

Kennitala:

180252-3639

Eldra efni

clockhere

Tenglar

Flettingar í dag: 122
Gestir í dag: 97
Flettingar í gær: 107
Gestir í gær: 73
Samtals flettingar: 65217
Samtals gestir: 11761
Tölur uppfærðar: 7.5.2024 10:47:31