Jón Sigurðsson

Myndir og hugleiðingar úr A-Húnavatnssýslu. Hver sem er getur ratað inn á þessa síðu í töluverðri vissu um að komast frá því óskaddaður. Ef einhver skaddast og er tryggður, þá fær hann það bætt. Svo einfalt er það!

20.02.2013 15:54

líkið á hjólinu



Dagarnir búa hver og einn yfir miklum töframætti og dýrmætt að geta heilsað þeim á hverjum morgni. Sólstafir í vestri

Megin stefið í þessum miðvikudagspistli verður "stríðsfréttaritarinn" á Vesturbakkanum (á Blönduósi) sjálfur sem er svolítið á skjön við hið hefðbundna því venjulegst hefur hlutverk mitt verið eins og sumra að standa á hliðarlínunni og fylgjast með. En að þessu sinni var fréttaritarinn hæfður í hjartastað og eftir smá umhugsun var tekin ákvörðun að segja frá þessum atburði.


Húnaflóinn er aldrei eins og hefur yfir að ráða ótal myndum oft með Strandafjöllin í bakgrunni

Þegar lagt er upp í ferð að morgni veit maður aldrei hverning hún endar en eitt er víst að hún endar einhvern veginn en kannski ekki alveg á þeim stað sem að var stefnt. Í fyrradag, afmælisdaginn minn þá lagði ég af stað til vinnu minnar líkt og ég geri nánast hvern einasta virkan morgun . Veðrið var yndislegt og mikil ró hvíldi yfir Húnaflóanum, já bænum öllum og þokan læddist allt um kring og setti á morguninn ævintýralegan blæ. Um klukkan hálf ellefu var stefnan sett á heilbrigðistofnunina  (HSB)  og ætlunin að reyna pínulítið á hjartað hjá henni Maríu Jóhönnu sjúkraþjálfara . Ég var settur upp á hjól og látinn hjóla smástund í rólegheitum og síðan látin taka hressilega á því inn á milli. Þetta gekk ágætlega til að byrja með en í þriðja hraðspretti fölnaði ég allur upp , meðvitundin fjaraði út og Maríu leist bara ekkert á blikuna því sá sem á hjólinu sat var líkari líki en nokkurt lík svo hún kallaði í "kollega" sinn hana Tínu (Christine)  sem kom í þann mund sem "líkið" á hjólinu fékk mikið rafstuð beint í hjartað frá tækinu sem það ber undir vinstri brjóstvöðva. Við þetta högg lyftist hin hvíta vera á hjólinu og meðvitundin jókst til mikilla muna. 112 voru fyrstu viðbrögð Maríu og svo er eins og undirveðvitundin segi mér að Tína hafi haldið þegar hún kom inn í þessar aðstæður að Maríu Jóhönnu hefði tekist að fá lík til að hjóla sem má hiklaust flokka undir kraftaverk. Þessi athugasemd er algjörlega sjálfsprottinn  úr hugarheimi manns sem stóð frammi fyrir  ógnvekjandi aðstæðum og er þungamiðja atburðarrásarinnar og er ekki seld dýrari en hún var keypt. Það skal strax tekið fram að bæði María og Tína voru frábærar og raungóðar á raunarstund  þó ég sé ekki í vafa að þeim var verulega brugðið.  Til að gera 7 klukkustunda langa sögu stutta þá stóð heilbrigðisstarfsfólk á Blönduósi sig mjög vel og ég komst heim í saltfisk með rófum um kvöldið og gat tekið á móti góðum vinum eftir kvöldmat.


Birtan á Skaganum var sérstök í gær og var líkast því sem Skagamenn væru að senda skilaboð til almættisins

En hverfum afur á HSB þegar allt var farið að róast og mynd að komast á aðstæður, þá yfirgaf  Sigfús Heiðar bráðatæknir sjúkrastofuna og ég las gleraugnalaus á bol hans millum herðablaða "Dyravörður". Sem fyrr og algjörlega sjálfsprottið kom upp í huga minn: Það er frábær þjónusta sem er í boði á  milli himins og jarðar, jafnvel hér í dreifbýlinu. Það eru dyraverðir á  báðum stöðum, Sigfús Heiðar hérna meginn hjá HSB en Pétur hinun meginn við Gullna hliðið og báðir með reynslu og a.m.k.  annar með próf upp á það. Hér er sögð saga af hraðri atburðarás þar sem nokkrum var brugðið og verð ég að vera heiðalegur og segja það hreint út að ég var smeykur og er þá vægt til orða tekið en fólkið sem tók þátt í þessari atburðarrás með mér á hlýjan sess í "Hjarta" mínu.

En hvefum aftur að alvöru Vesturbakkans. Jónas vert á Ljóninu lagði upp í harða bítið í morgun til höfuðborgarinnar til að draga bæjaryfirvöld og sýslumann til ábyrgðar hjá þar til bærum embættismönnum sem ég hef lofað að nefna ekki á nafn að svo stöddu. Það er meiri ró yfir öðrum íbúum á svæðinu þó ég efist ekki um að hin sanna baráttuólga kraumi undir niðri og enginn veit fyrir víst hvort eitthvað gerist eða tíðinda sé að vænta en það er með þetta eins og allt annað að enginn veit hver höfnin verður í upphafi ferðar.

Rúnar kom með Gluggann í dag eða það held ég en hann kom ekki  fyrir ásjónu mína. Að minnsta kosti hékk Glugginn munaðarlaus á hurðahúninum þegar ég kom í vinnu eftir hádegishlé. Það var enginn polki eða ræll úr harmonikkuplötusafni hans sem hefði verið vel við hæfi á þessum ljúfa og milda miðvikudegi í lok þorrans.  En við þetta verð ég að sætta mig þó betra hefði verið að fá hressilega harmonikkutóna til að umlykja lognið hér í Aðalgötunni

Glugginn er sem sagt kominn og ber hann töluvert merki þess að aðalfundir hinna ýmsu félaga eru að bresta á. Árshátíðin í grunnskólanum verður um helgina og vísa vikunnar er eftir okkar stélbratta Magnús Ólafsson ættaðann frá Sveinsstöðum. Yrkir hann snotra vísu um Hjört nokkurn Einarsson hestamann og smið frá Hnjúkahlíð. Magnús er ekkert að erfa við Hjört sem á sínum tíma orti um Magnús þegar hann féll af hestbaki og endaði ofan í smálæk: Magnús heitir maður einn,
mætur er og frækinn.
Hafði heldur svifa seinn
samfarir við lækinn


Sjaldan er ein báran stök

En nú skal látið staðar numið og hið augljósa samhengi fært í samhengisvísu vikunnar.

Ég stöðvaðist snarlega á rólinu

er spólaði á kyrrstæða tólinu.

Eftir átök og puð

kom  forritað stuð
          svo líkið lyftist á hjólinu.

Um mig

Nafn:

Jón Sigurðsson

Farsími:

8623250

Afmælisdagur:

18.02 1952

Heimilisfang:

Árbraut 12 540 Blönduósi

Heimasími:

4524450

Faðir:

Sigurður M. Þorsteinsson

Móðir:

Ásta Jónsdóttir

Önnur vefsíða:

jonsig@tmumbod.is

Um:

Starfa sem umboðsmaður TM í A-Húnavatnssýslu auk þess að vera fréttaritari Morgunblaðsins á Blönduósi

Uppáhalds bíómynd(ir):

Hotel Ruanda og svo að sjálfsögðu allar James Bond myndirnar

Uppáhalds tónlist:

Maggi Eiríks, Ernirnir og ekki má gleyma sjálfum Bítlunum

Uppáhalds manneskjur:

þær sem halda upp á mig

Uppáhalds matur:

Hrogn og lifur, saltfiskur, þorramatur, ýsa í ýmsum myndum að ógleymdum humarnum. Lambakjötið stendur alltaf fyrir sínu og fátt er betra en útigrillaðar lambakótilettur með kartöflusalati A La Magga

Eftirminnilegast:

Það er svo margt ef að er gáð

Kennitala:

180252-3639

Eldra efni

clockhere

Tenglar

Flettingar í dag: 122
Gestir í dag: 97
Flettingar í gær: 107
Gestir í gær: 73
Samtals flettingar: 65217
Samtals gestir: 11761
Tölur uppfærðar: 7.5.2024 10:47:31