Jón Sigurðsson

Myndir og hugleiðingar úr A-Húnavatnssýslu. Hver sem er getur ratað inn á þessa síðu í töluverðri vissu um að komast frá því óskaddaður. Ef einhver skaddast og er tryggður, þá fær hann það bætt. Svo einfalt er það!

26.02.2013 16:53

andspænis ókomnum stundum

Mér var sagt það (á nútíma máli: það var sagt mér það) fyrir rúmu ári þegar ég fagnaði 60 ára afmæli mínu að það væri létt verk og löðurmannlegt, tóm gleði og hamingja að verða 60 ára. En bíddu bara þangað til þú verður sextíu og eins árs þá verða sporin þyngri og þú ferð að finna þunga áranna hellast yfir þig. Reyndar fékk ég heldur betur að finna fyrir því á 61. árs afmælisdaginn og varð mér hugsað til ofanritaðra orða. Satt best að segja hélt ég smá stund að ég þyrfti ekkert að hafa frekari áhyggjur af þeim en nú er liðin rúm vika frá þessum atburðum  og hér stend ég og get ekkert annað, frammi fyrir ókomnum stundum.  En það er svo merkilegt með þetta allt og sama hvað maður veltir vöngum um ókomna tíð að maður hefur bara einn möguleika í stöðunni og það er að standa frammi fyrir hinu ókomna. Ég skrifaði í mars 2007 eftir að hafa verið á námskeiði hjá Þorvaldi Þorsteinsyni listamanni sem nú er ný látinn. "Ég er ekki frá því að ég hafi eitthvað lært í það minnsta það að geyma það ekki til morguns það sem þú getur gert í dag því tíminn sem maður hefur, á maður að nýta og gefa öðrum að smakka úr sálarkistunni. "  Ég er nokkuð viss um að ég hef ekki fylgt þessum ráðleggingum Þorvaldar út í ystu æsar en þessi skrif mín einu sinni í viku er viðleitni mín til hella svolítið úr sálarkistunni og er ég nokkuð viss að þar á ég Þorvaldi svolítið að þakka sem ég geri hér með um leið og ég bið Guð að blessa minningu hans. Það er eins með mig sem og alla aðra sem lífsandann draga að það veit enginn sína ævina.


Hér hafa margir draumar sveitapiltanna ræst. Kvennaskólinn og þoka í grennd

Þennan miðvikudaginn er ég ekki staddur á mínum hefðbundna stað í lífinu heldur hef ég varið deginum í höfuðstað norðurlands, Akureyri.  Þegar maður hverfur úr sína hefðbundna umhverfi þá hverfur með manni hinn sanni andi Vesturbakkans. Jafnframt er helsti stríðsmaður Vesturbakkans, Jónas á Ljóninu kominn til Kaupmannahafnar og er án nokkurs vafa farinn að kynna sér stjórnsýsluna á þeim bænum. Maður hefur séð hina íbúana svona tilsýndar í blíðunni viðra sig og hunda sína en þeir hafa ekkert verið að viðra hugmyndir sínar sérstaklega hjá mér. Vegna þessa verður þessi kafli pistisins knappari en ella.


Gæðastund hjá frú Margréti á Akureyri

Ég var ekki til staðar að taka á móti Glugganum þannig að ég veit ekki hvort Rúnar vinur minn hafi verið á ferðinni með sína fjölbreyttu harmonikkuhljóma. Hugsandi um harmonikkutóna þá fæ ég það allt í einu  á tilfinninguna að þeir í morgunútvarpi Rásar 2  hafi stolið þessari hugmynd frá okkur Rúnari og hengt hana við vísnagátuna sína rétt fyrir 8 fréttir.  Það færist svo mikil gleði yfir þáttargerðarfólkið þegar harmonikkutónarnir fara að hljóma í viðtækjunum og það sama hefur nákvæmlega gerst hjá okkur Rúnari nánast hvern einasta miðvikudag undanfarin ár. Við lítum þennan þjófnað ekki alvarlegum augum heldur fögnum honum. Sumu má stela en menn verða að hafa þroska til að átta sig á því hvað það er.

     En nú er ég ný kominn inn úr dyrunum eftir Akureyrarferð þar sem maður nam ýmis fræði og skoðaði nýasta barnabarnið sitt. Litla stúlkan þeirra Hjalta og Láru hefur þroskast heilmikið síðustu 17 daganna og það hefur ræst sem Jóhann tæplega 5 ára bróðir hennar sagði þegar hann sá hana nýfædda. "Hún á eftir að verða fallegri". 

     Ég nenni ekki að yrkja neina samhengisvísu í kvöld og myndir af fegurð heimsins mun ég ef Guð lofar setja inn á morgunn. 

Um mig

Nafn:

Jón Sigurðsson

Farsími:

8623250

Afmælisdagur:

18.02 1952

Heimilisfang:

Árbraut 12 540 Blönduósi

Heimasími:

4524450

Faðir:

Sigurður M. Þorsteinsson

Móðir:

Ásta Jónsdóttir

Önnur vefsíða:

jonsig@tmumbod.is

Um:

Starfa sem umboðsmaður TM í A-Húnavatnssýslu auk þess að vera fréttaritari Morgunblaðsins á Blönduósi

Uppáhalds bíómynd(ir):

Hotel Ruanda og svo að sjálfsögðu allar James Bond myndirnar

Uppáhalds tónlist:

Maggi Eiríks, Ernirnir og ekki má gleyma sjálfum Bítlunum

Uppáhalds manneskjur:

þær sem halda upp á mig

Uppáhalds matur:

Hrogn og lifur, saltfiskur, þorramatur, ýsa í ýmsum myndum að ógleymdum humarnum. Lambakjötið stendur alltaf fyrir sínu og fátt er betra en útigrillaðar lambakótilettur með kartöflusalati A La Magga

Eftirminnilegast:

Það er svo margt ef að er gáð

Kennitala:

180252-3639

Eldra efni

clockhere

Tenglar

Flettingar í dag: 139
Gestir í dag: 101
Flettingar í gær: 107
Gestir í gær: 73
Samtals flettingar: 65234
Samtals gestir: 11765
Tölur uppfærðar: 7.5.2024 12:45:31