Jón Sigurðsson

Myndir og hugleiðingar úr A-Húnavatnssýslu. Hver sem er getur ratað inn á þessa síðu í töluverðri vissu um að komast frá því óskaddaður. Ef einhver skaddast og er tryggður, þá fær hann það bætt. Svo einfalt er það!

12.06.2013 14:54

áfram heldur lífið endalaust




Mynd af fíflum

Rúnar er kominn með Gluggann og að þessu sinni leyfði hann góðvini okkar honum Arnt Haugen að þenja nikkuna sína af lífs og sálar kröftum yfir lognkyrra Aðalgötuna. GO´BLONKEN heitir lagið sem hann flutti og er svo eldfjörugur polki að fáir fá hann staðist en verst þykir okkur að vita ekki hvað titill lagsins þýðir og meðan svo er göngum við blankir hvað þetta varðar.

Glugginn er kominn með sínar upplýsingar og við Blönduós-Rúnar tökum heilshugar undir með skáldinu Rúnari á Skagaströnd þegar hann tjáir sig í Gluggavísu vikunnar :

Fyrir gefinn gleðibrunn

góð er sagan bæði og kunn.

Orða má fyrir allra munn :

,,Ástarþakkir - Hemmi Gunn ! "

Annar góður drengur hann Jón Gunnarsson sem við löngum kölluðum flugkaftein hér á þessum síðum er líka fallinn frá langt um aldur fram. Jón sem átti sér athvarf  á Aðalgötu 7 á sumrum fjarri flugi í austurlöndum fjær var í huga þess er þetta ritar afar ljúfur og geðfelldur maður sem gerði heiminn betri. Hans verður sárt saknað hér um slóðir og fylgja honum góðar óskir um góða ferð síðasta spölinn. Guð blessi minningu Jóns Gunnarssonar.

Lífið heldur  áfram þrátt fyrir allt og það má glöggt sjá á bökkum Blöndu  þar sem gæsarungarnir hamast við að koma í heiminn. Ekki mun líða langur tími þar til þessir litlu og sætu ungar verða orðnir stálpaðir og munu leggja sitt til á göngustígum bæjarbúa.


Hitaveitulögnin til Skagastrandar á leið sinni yfir Húnabrautina, aðalgötu bæjarins

Við Rúnar vorum alveg mátulega upplagðir til til að finna samhengið þessa vikunna þó svo Rúnar hafi ort eina vísu til Önnu Gunnu á sýsluskrifstofunni í morgun. Við vorum svona frekar meyrir og á mjúku nótunum þennan lognkyrra, meinlausa miðvikudag og sendum því þetta út í loftið:

Sumir leita sátta og friðar,

sumar vetur vor og haust
En lífið hefur ótal hliðar
og heldur áfram endalaust
.

Um mig

Nafn:

Jón Sigurðsson

Farsími:

8623250

Afmælisdagur:

18.02 1952

Heimilisfang:

Árbraut 12 540 Blönduósi

Heimasími:

4524450

Faðir:

Sigurður M. Þorsteinsson

Móðir:

Ásta Jónsdóttir

Önnur vefsíða:

jonsig@tmumbod.is

Um:

Starfa sem umboðsmaður TM í A-Húnavatnssýslu auk þess að vera fréttaritari Morgunblaðsins á Blönduósi

Uppáhalds bíómynd(ir):

Hotel Ruanda og svo að sjálfsögðu allar James Bond myndirnar

Uppáhalds tónlist:

Maggi Eiríks, Ernirnir og ekki má gleyma sjálfum Bítlunum

Uppáhalds manneskjur:

þær sem halda upp á mig

Uppáhalds matur:

Hrogn og lifur, saltfiskur, þorramatur, ýsa í ýmsum myndum að ógleymdum humarnum. Lambakjötið stendur alltaf fyrir sínu og fátt er betra en útigrillaðar lambakótilettur með kartöflusalati A La Magga

Eftirminnilegast:

Það er svo margt ef að er gáð

Kennitala:

180252-3639

Eldra efni

clockhere

Tenglar

Flettingar í dag: 52
Gestir í dag: 6
Flettingar í gær: 88
Gestir í gær: 21
Samtals flettingar: 64798
Samtals gestir: 11507
Tölur uppfærðar: 3.5.2024 18:04:18