Jón Sigurðsson

Myndir og hugleiðingar úr A-Húnavatnssýslu. Hver sem er getur ratað inn á þessa síðu í töluverðri vissu um að komast frá því óskaddaður. Ef einhver skaddast og er tryggður, þá fær hann það bætt. Svo einfalt er það!

26.06.2013 15:19

allt er í heiminum hverfult

Sveinn í Plúsfilm kom til mín í morgun og ég skynjaði strax að mikið var í vændum á Vesturbakkanum, undirtónninn var slíkur, látbragðið sjálfsprottið og engin leið að átta sig á hallamálinu sem hann bar. "Jón ! Það eru að koma 30 manns í súpu í hádeginu til Jónasar á Ljóninu" sagði Sveinn um leið og hann vingsaði hallamálinu sem sem hann handlék og sussaði á hundinn sinn. " Þú flytur mikil tíðindi" sagði ég si svona og spurði um leið hvort hann þyrfti að rétta af lýðræðishallann á vesturbakkanum með hallarmálinu vegna þess arna.  Að sögn Sveins var hallarmálið ætlað í annað en hann var á leið til kirkju sinnar til að ljúka upp kyrjudyrum svo matargestir Jónasar gætu litið gömlu kirkjuna sem á einni öld hefur einungis haft þrjá þjónandi presta.

Allt var þetta satt og rétt hjá Sveini og og sannreyndum við Hilmar Snorrason það því okkur var boðið til að að bragða á afgöngum um kaffileytið. Og það get ég sagt með sanni sem sólin á himninum skín að súpan hjá Jónasi Skafta var matarmikil og fín. 


Það er gaman af því hve auðvelt er að vera ósáttur við það sem maður var ósáttur með að var ekki í fyrra. Nú vill svo "óheppilega til að það hefur verið frekar hægstæð sprettutíð upp á síðkastið, hiti með gróðraskúrum. Heyrst hefur að sumir bændur kvarta undan þessu því þeir séu ekki hreinlega tilbúnir undir svona gott sumar. Ágæt berjatínslukona hafði á orði að hún hefði ekki í langan tíma séð jafn marga sætukoppa á bláberjalynginu og í ár sem segir þeim sem til þekkja að bláberjauppskeran í ár a.m.k. hér í Húnaþingi verður góð í haust að öllu óbreyttu. Raunsæismaður sem þessi orð heyrði var fljótur til svars: "Það á margur maður eftir að fá í bakið í haust".


Rúnar kom í gær eins og vindurinn og regnið sem þá hamðist fyrir utan gluggann hjá mér. Hann var með tónlist við hæfi því Arnt Haugen þandi nikkunna og flutti lagið "Med nikkers og pluggstøvler" sem við höldum að þýði á brókinni á hælaháum stígvélum og eitt var þá víst að þörf var á stígvélum hyggðu menn á einhverja útiveru þessa augnabliksstundina.

Og eins og venjulega þá fylgir Glugginn Rúnari eins og skugginn. Gluggi vikunnar er sá síðasti fyrir sumarfríið hans og kemur ekki aftur út fyrr en 7. ágúst. Eins og venjulega er ýmislegt að finna í Glugganum  og að þessu sinni var vísa vikunnar ekki eftir Rúnar á Skagaströnd  heldur hana Önnu okkar Árna


Við Rúnar ortum fyrir hádegið í gær þessa samhengisvísu sem var orðin samhengislaus hálftíma eftir tilurð hennar.

Nú er gott að gæta sín

og gott að vera inni.

Og ekki skæra sólin mín

skín í rigningunni.

En þar sem tímarnir eru fljótir að breytast frá miðvikudegi til fimmtudags þá hverfur stundum samhengið út í veður og vind sem er bara allt í lagi og undirstrikar það að allt er í heiminum hverfult.

Í heiminum hverfult er allt

og hér um bil allt á kúpu.

Í soðningu Jónas á salt

og serverar frábæra súpu.

Um mig

Nafn:

Jón Sigurðsson

Farsími:

8623250

Afmælisdagur:

18.02 1952

Heimilisfang:

Árbraut 12 540 Blönduósi

Heimasími:

4524450

Faðir:

Sigurður M. Þorsteinsson

Móðir:

Ásta Jónsdóttir

Önnur vefsíða:

jonsig@tmumbod.is

Um:

Starfa sem umboðsmaður TM í A-Húnavatnssýslu auk þess að vera fréttaritari Morgunblaðsins á Blönduósi

Uppáhalds bíómynd(ir):

Hotel Ruanda og svo að sjálfsögðu allar James Bond myndirnar

Uppáhalds tónlist:

Maggi Eiríks, Ernirnir og ekki má gleyma sjálfum Bítlunum

Uppáhalds manneskjur:

þær sem halda upp á mig

Uppáhalds matur:

Hrogn og lifur, saltfiskur, þorramatur, ýsa í ýmsum myndum að ógleymdum humarnum. Lambakjötið stendur alltaf fyrir sínu og fátt er betra en útigrillaðar lambakótilettur með kartöflusalati A La Magga

Eftirminnilegast:

Það er svo margt ef að er gáð

Kennitala:

180252-3639

Eldra efni

clockhere

Tenglar

Flettingar í dag: 17
Gestir í dag: 4
Flettingar í gær: 67
Gestir í gær: 9
Samtals flettingar: 64830
Samtals gestir: 11514
Tölur uppfærðar: 4.5.2024 04:17:26