Jón Sigurðsson

Myndir og hugleiðingar úr A-Húnavatnssýslu. Hver sem er getur ratað inn á þessa síðu í töluverðri vissu um að komast frá því óskaddaður. Ef einhver skaddast og er tryggður, þá fær hann það bætt. Svo einfalt er það!

06.11.2013 14:49

afplánun fyrir gróft brot



Þó Spákonufellið sé bæjarfjall Skagastrandar sýnir það Blönduósingum sínar fallegu hliðar

Núna er ég rúmlega hálfnaður með afplánun fyrir gróft brot, olnbogabrot. Það er með ólíkindum hvað maður getur lagað sig að breyttum aðstæðum og hef ég satt best að segja komið sjálfum mér á óvart því vandfundnari er maður sem jafn rækilega er bundinn í viðjum vanans en lengi má manninn reyna. 

Dagurinn er fallegur, bjartur, stilltur og frekar svalur og hefur allt til að prýða góðan miðvikudag í fyrstu viku nóvember.   Raunar get ég hér látið staðar numið því frá litlu öðru hef ég að segja öðru en raunum mínum en fáir hafa áhuga á sjálfvorkun annara en sinnar sjálfrar.


Í vestrinu rísa Strandafjöllin úr sæ og þegar þau sýna sig eru þau aldrei eins en alltaf töfrum líkust

Dagurinn er í veðurfræðilegu tilliti góður það hefur komið fram og sólin sem sífellt lækkar á himinfestingunni varpar skemmtilegu ljósi á allt umhverfið þá skömmu stund sem hún hefur  til þess. Þetta er allt og sumt fyrir utan það að Glugginn er kominn út og vísu vikunnar á Rúnar skáld á Skagaströnd og kveður hann sumar sem ekki kom en vonar að veðrið í vetur gleðji í staðinn.


Hafaldan brotnar við botn Húnafjarðar og æðarfuglinn heldur sig fyrir utan brimskaflana

Það er enginn Rúnar með harmonikkutóna þannig að hér sitt ég einn með sjálfum mér og harma minn hlut en nú skal hætt því allt stefnir þetta í eymd, volæði og væl. Góðar stundir!

Sit ég einn með sjálfum mér,

segi helst til lítið.

Svona er staðan eins og er,

svona er lífið skrítið.

Um mig

Nafn:

Jón Sigurðsson

Farsími:

8623250

Afmælisdagur:

18.02 1952

Heimilisfang:

Árbraut 12 540 Blönduósi

Heimasími:

4524450

Faðir:

Sigurður M. Þorsteinsson

Móðir:

Ásta Jónsdóttir

Önnur vefsíða:

jonsig@tmumbod.is

Um:

Starfa sem umboðsmaður TM í A-Húnavatnssýslu auk þess að vera fréttaritari Morgunblaðsins á Blönduósi

Uppáhalds bíómynd(ir):

Hotel Ruanda og svo að sjálfsögðu allar James Bond myndirnar

Uppáhalds tónlist:

Maggi Eiríks, Ernirnir og ekki má gleyma sjálfum Bítlunum

Uppáhalds manneskjur:

þær sem halda upp á mig

Uppáhalds matur:

Hrogn og lifur, saltfiskur, þorramatur, ýsa í ýmsum myndum að ógleymdum humarnum. Lambakjötið stendur alltaf fyrir sínu og fátt er betra en útigrillaðar lambakótilettur með kartöflusalati A La Magga

Eftirminnilegast:

Það er svo margt ef að er gáð

Kennitala:

180252-3639

Eldra efni

clockhere

Tenglar

Flettingar í dag: 74
Gestir í dag: 52
Flettingar í gær: 100
Gestir í gær: 64
Samtals flettingar: 65062
Samtals gestir: 11643
Tölur uppfærðar: 6.5.2024 11:54:28