Jón Sigurðsson

Myndir og hugleiðingar úr A-Húnavatnssýslu. Hver sem er getur ratað inn á þessa síðu í töluverðri vissu um að komast frá því óskaddaður. Ef einhver skaddast og er tryggður, þá fær hann það bætt. Svo einfalt er það!

13.11.2013 15:23

Falla veggir, fölnar grund

Það gengur sífellt á dagsbirtuna og mun svo vera fram til 21. des. Svona hefur þetta verið svo lengi sem elstu menn muna og mun vera svo lengi sem jörðin   snýst.


Svona lítur sólpallur hins einhenta manns út þegar grundin fölnar. Auðvitað eiga sumarhúsgögn að vera komin í hús en skýringin á því að borðfætur vísa til himins er sú að vindurinn hefur minni möguleika

Það snjóar í logni þennan miðvikudaginn og smiðir gerðu innrás á heimili mitt fyrir allar aldir í morgun og þegar ég kom fram þegar minn fótaferðartími var kominn þá var eldhúsveggurinn sem snýr að gangi gersamlega horfin.  Þetta var veggurinn sem ég hafði á bak við mig við eldhúsborðið og núna finnst mér ég vera berskjaldaður gegn mínu nánasta umhverfi því það er núna hægt að koma aftan að mér í eldhúsinu.  Ég veit ekki hvað þetta kallast á sálfræðimáli en ég hef alltaf haft tilhneigingu til að velja mér sæti út í horni þar sem ekki er hægt að sækja að mér nema framan frá.  Sumir vilja helst koma sér fyrir í miðjum sal og hafa um margar flóttaleiðir að ræða en ég kann vel við að vera króaður af úti í horni. Svona eru menn misjafnir.


Síðasta stund fyrir framan sjónvarpið áður en umhverfi pistlahöfundar gjörbreytist

Fréttir af Vesturbakkanum eru ekki stórbrotnar þó svo að ég sé stórbrotinn. Jónas á Ljóninu er enn að strögla við yfirvöld og svo er hann fúll út í Húnahornið sem birtir ekki á huni.is svarbréf hans við eða frekar að segja andmæli hans við októbernöldri Nöldra, pistahöfundar á Húnahorninu. Jónasi finnst á sig hallað á mörgum sviðum og er óþreytandi í leit sinni að réttlætinu.  Sveinn í Púsfilm kom aðeins í heimsókn í morgun og mér til mikils léttis var hundaþvagan ekki með honum í för því  þegar þessu litlu dýr koma inn til mín þá hreiðra þau yfirleit um sig í gestasætum hjá mér og skilja yfirleitt eftir sig hálfan feldinn. Ívar Snorra sé ég varla og þegar ég hugsa það þá hef ég varla séð hann síðan dularfulla tunnusprengingin varð í ósnum fyrr í haust. Kiljufólkið er að færa út kvíarnar því það hefur fest kaup á gamla sýslumannshúsinu fremst á brekkunni en ég veit ekki hvort það hafi áttað sig á því að kvaðir fylgja því húsi. Á öllum tyllidögum þarf að flagga svo bæjarbúar geti áttað sig á því að eitthvað merkilegt sé á seiði.

Héddi kom með Gluggann í morgun og er hann óvenju þykkur að þessu sinni þ.e.a.s Glugginn. Kennir þar ýmissa grasa og má nefna að Textíllistamiðstöð á Blönduósi auglýsir eftir starfsmanni og hið sama gerir leikskólinn. Búgreinafélögin í A-Hún auglýsa uppskerhátíð sína í Húnaveri eftir rúma viku og rafmagnsverkstæðið Átak minnir á sig. Vísu vikunnar yrkir Ingólfur Ómar Ármannsson og er hún nokkuð dýr og fjallar um mjöll sem hylur fjöll og veðrasköll sem vekja vetrartröll. Ég veit ekki mikið um þennan höfund annað en að hann orti þetta á sínum tíma:

Skundar nú á skemmtifund
skagfirðingur glaður.
Sönghneigður með létta lund
ljúfur kvæðamaður.


Þessi indælu börn úr Blönduskóla komu um daginn og færðu okkur Brynju Birgisdóttur þessa fallegu vinargjöf. Lífið er ekki bara Brattabrekka

Það er enginn Rúnar í dag og engin harmonikka og verð ég líkt og síðustu miðvikudaga að leita einn og yfirgefinn að samhenginu sem er svo mikilvægt í lífinu.

Falla veggir, fölnar grund,

fýkur ört í skjólin.

Enn er létt mín þvera lund

þó lækki á himni sólin.

PS. Haldiði ekki að Rúnar hafi birst þegar ég var að hlaða inn pistlinum og var vinur okkar hann Arnt Haugen með honum í för og lék á harmonikku sína  hinn landsfræga Strekkebuksepolka. Ég varð bara að koma þessu að því satt best að segja gladdi þetta mitt litla harta sem horfir upp á veggi falla og grundina fölna með lækkandi sól.

Um mig

Nafn:

Jón Sigurðsson

Farsími:

8623250

Afmælisdagur:

18.02 1952

Heimilisfang:

Árbraut 12 540 Blönduósi

Heimasími:

4524450

Faðir:

Sigurður M. Þorsteinsson

Móðir:

Ásta Jónsdóttir

Önnur vefsíða:

jonsig@tmumbod.is

Um:

Starfa sem umboðsmaður TM í A-Húnavatnssýslu auk þess að vera fréttaritari Morgunblaðsins á Blönduósi

Uppáhalds bíómynd(ir):

Hotel Ruanda og svo að sjálfsögðu allar James Bond myndirnar

Uppáhalds tónlist:

Maggi Eiríks, Ernirnir og ekki má gleyma sjálfum Bítlunum

Uppáhalds manneskjur:

þær sem halda upp á mig

Uppáhalds matur:

Hrogn og lifur, saltfiskur, þorramatur, ýsa í ýmsum myndum að ógleymdum humarnum. Lambakjötið stendur alltaf fyrir sínu og fátt er betra en útigrillaðar lambakótilettur með kartöflusalati A La Magga

Eftirminnilegast:

Það er svo margt ef að er gáð

Kennitala:

180252-3639

Eldra efni

clockhere

Tenglar

Flettingar í dag: 27
Gestir í dag: 20
Flettingar í gær: 100
Gestir í gær: 64
Samtals flettingar: 65015
Samtals gestir: 11611
Tölur uppfærðar: 6.5.2024 05:43:14