Jón Sigurðsson

Myndir og hugleiðingar úr A-Húnavatnssýslu. Hver sem er getur ratað inn á þessa síðu í töluverðri vissu um að komast frá því óskaddaður. Ef einhver skaddast og er tryggður, þá fær hann það bætt. Svo einfalt er það!

20.11.2013 15:25

Hið einmana líf hins einhenta manns

Nú er ég loksins laus úr fjötrum gifsisins á hægri hendi og get slegið með fingrum beggja handa á lyklaborðið. Þetta er mikill léttir þó svo helstu liðir á handlegg frá handarbakki upp að öxl sé stirðir þá er mér sagt að þeir munu komast í gagnið með æfingu og tíma. En þetta er mikil frelsun því svona umbúðir á handlegg gera það að verkum að maður getur ekki klæðst hverju sem er á efri hluta líkamans. Stuttermabolur og ullarvesti voru helstu hlífarfötin og þegar maður þurfti að bregða sér milli húsa komst maður í aðra ermina á úlpunni og brá henni síðan yfir öxlina og hélt dauðahaldi í handleggslausa hægri ermina. En nú er ég frjáls og kemst orðið sæmilega til fara á mannamót og er það mikil blessun.

Skarphéðinn Ragnarsson (Héddi) kom með Gluggann að þessu sinni og var algjörlega aleinn við það verk. Glugga -Óli hefur oft verið með honum við dreifinguna því eins og flestir vita þá er Rúnar hættur útburði og það vita líka flestir að hann er tveggja manna maki. Já Héddi kom einn og lá bara sæmilega á kalli en mér láðist gersamlega að spyrja hann hvað hann væri að hlusta á í sínum fjallabíl þannig að þá fáum við líkast til aldrei að vita.


Fyrstu flugtökin. Í dag bítur frostið og þá er gott að ylja sér við minningar frá liðnu sumri. Þessar gæsir sem gista frá vori fram á haust á bökkum Blöndu eru flognar til Bretlandseyja. Arnór Þ. Sigfússon fuglafræðingur hefur sent út boð til gæsaáhugamanna að skyggnast eftir því hvort eitthvað sé eftir af gæsum hér á landi því nú stendur yfir talning á þessari fuglategund í Bretlandi. Allar gæsir sem gista Blönduós er fyrir löngu horfnar og við vitum að flestar þeirra fara til Skotlans og nokkrar alla leið yfir til Englands. Það verður spennandi að vita hvort heiðurgæs okkar Blönduósinga hún SLN kom fram í talningu Bretanna og þá hvar hún heldur sig. Þetta kemur allt í ljós og verður spennandi að fá um það upplýsingar.

Jónas á Ljóninu er farinn suður á bóginn á rútunni sinni Sólu alla leið til Reykjavíkur og mun búa í henni í vetur við hliðina á sundlauginni í Laugardalnum.  Jónas er sannur víkingur hvað viðkemur kröfum til gistingar fyrir sjálfan sig því þetta hefur hann "praktíserað" undanfarin ár og sér ekki á honum. Ef eitthvað er þá held ég að þetta hafi bara hert hann og gert hann hæfari að komast af. Einnig held ég að það sé ekki ólíklegt að það að gista ekki í of miklum hita valdi því að það hægi töluvert á öldrun, samanber  að betra er að geyma kjöt í frysti en við stofuhita. Að öðru leiti er lítið að frétta af vesturbakkanum og stóra sprengjumálið er enn óupplýst sem og girðingarmálið mikla hjá Siggu Gríms.

Rúnar leit þó við í Aðalgötunni hjá mér þó svo hann sé hættur Gluggaútburði og hann brá ekki af þeim vana að þenja geislaspilarann í "Súkkunni" sinni og lék hressilega harmonikkutónlist fyrir mig og nokkra hrafna sem leið áttu hjá.

         Flytjendur voru Milan koren sem ku vera þýskur og lék hann hressilegan ræl á harmonikkurnar sínar og dugði hann lítt til að slá á frostið í Aðalgötunni þó svo lagið bæri hið ítalska nafn "Bel viso"

Svona í lokin þá einhenti ég mér í að yrkja "heilræðavísu" að fenginni reynslu af fimm vikna "einangrun" mætti hún verða einhverjum til hugarhægðar sem er í svipuðum sporum.

Hið einmana líf hins einhenta manns

er alls ekki af hinu illa.

Það gildir að halda sinni og sanns

því sálarheill má ekki  spilla.

Um mig

Nafn:

Jón Sigurðsson

Farsími:

8623250

Afmælisdagur:

18.02 1952

Heimilisfang:

Árbraut 12 540 Blönduósi

Heimasími:

4524450

Faðir:

Sigurður M. Þorsteinsson

Móðir:

Ásta Jónsdóttir

Önnur vefsíða:

jonsig@tmumbod.is

Um:

Starfa sem umboðsmaður TM í A-Húnavatnssýslu auk þess að vera fréttaritari Morgunblaðsins á Blönduósi

Uppáhalds bíómynd(ir):

Hotel Ruanda og svo að sjálfsögðu allar James Bond myndirnar

Uppáhalds tónlist:

Maggi Eiríks, Ernirnir og ekki má gleyma sjálfum Bítlunum

Uppáhalds manneskjur:

þær sem halda upp á mig

Uppáhalds matur:

Hrogn og lifur, saltfiskur, þorramatur, ýsa í ýmsum myndum að ógleymdum humarnum. Lambakjötið stendur alltaf fyrir sínu og fátt er betra en útigrillaðar lambakótilettur með kartöflusalati A La Magga

Eftirminnilegast:

Það er svo margt ef að er gáð

Kennitala:

180252-3639

Eldra efni

clockhere

Tenglar

Flettingar í dag: 12
Gestir í dag: 10
Flettingar í gær: 100
Gestir í gær: 64
Samtals flettingar: 65000
Samtals gestir: 11601
Tölur uppfærðar: 6.5.2024 02:46:28