Jón Sigurðsson

Myndir og hugleiðingar úr A-Húnavatnssýslu. Hver sem er getur ratað inn á þessa síðu í töluverðri vissu um að komast frá því óskaddaður. Ef einhver skaddast og er tryggður, þá fær hann það bætt. Svo einfalt er það!

27.11.2013 15:35

að vita ekkert í sinn haus

Þeir eru dimmir dagarnar núna og það hvín í vindinum. Dagurinn í dag er bjartari en gærdagurinn en hvinurin í vindinum er síst minni. Heldur hefur létt yfir himninum sem hékk yfir okkur í gær og hélt aftur af því litla sem sólin hefur upp á bjóða og enn dregur úr birtu næstu 23 dagana þar til norðurendi jarðarinnar fer aftur að leita að sólinni að nýju.


Skýjabólstrarnir yfir Víðidalsfjalli skyggðu á vetrarsólina en geislar hennar reyna hvað þeir geta til að brjótast út. Vallholt og Fornastaðir á Blönduósi í forgrunni

27. nóvember er merkilegur dagur í marga staði og við það eitt að forvitnast svolítið inni á Wikipedia má komast að raun um það. Til dæmis gerðist það árið 1450Langaréttarbót  var gerð í Kaupmannahöfn af  Kristjáni konungi 1. Tilgangur hennar var að koma á friði og lögum í landinu og þar er bann lagt við ribbaldaskap, ránsferðum og gripdeildum, fjölmennum yfirreiðum valdsmanna og fleiru slíku og mönnum bannað að halda "manndrápara, biskupsdrápara, prestadrápara, kirknabrjóta og kirknaþjófa". Það má með sanni segja að þarna hafi veriðið á ferðinni mikil réttarbót.

Einnig var árið 1950 Flugbjörgunarsveitin (FBS) í Reykjavík  stofnuð í kjölfar Geysisslyssins. Þó þessi atburður hafi átt sér stað tveimur árum áður en ég fæddist þá tengist þessi atburður mér mikið. Faðir minn, Sigurður Móses Þorsteinsson kom að stofnun hennar og var tengdur henni afar náið meðan hann lifði og var formaður FBS um langt árabil.

Einnig er vert að geta þess að þennan dag árið 1942 fæddist gítarsnillingurinn Jimi Hendrix sem lést langt um aldur fram og listamaðurinn Sölvi Helgason lést þennan dag árið 1895. Af þessu má sjá að dagarnir hafa allir einhverja sögu að segja og skifta máli í lífi okkar en mismikið hver og einn.

Rúnar er kominn og lék hann að þessu sinni syrpu af léttum harmonikkulögum með "The Diamond Accordion Band" og lagið úr syrpunni sem var undir geislanum hét í íslenskri þýðingu "eitt sinn í borg Davíðs konungs". Þetta var að við teljum fjörugur mars en takturinn var slíkur að við hefðum alveg treyst Kristófer og Önnu til að dansa polka eða ræl eftir laginu. Rúnar var ekki með Gluggann með sér því eins og flestum ætti að vera orðið kunnugt þá er hann hættur að bera út Gluggann, þess í stað kom hann Skarphéðinn Ragnars með hann rétt fyrir hádegið. Það lá vel á Rúnari en óskaplega hafði hann frá litlu að segja. Það er umhugsunarvert hvort það sé ekki samhengi á milli þess að líða vel, vera vel upplagður og þess að vita sem minnst og hafa frá sem minnstu að segja. Ef maður veit ekkert í sinn haus þá líður manni vel því hvernig er hægt að hafa áhyggjur af því sem maður veit ekki. "Ertu að segja að ég viti ekkert í minn haus" sagði Rúnar við nokkuð höstugur og setti mig í nokkra klípu. "Nei Rúnar minn en mér bara datt þetta í hug þegar ég sá þig" sagði ég til að segja eitthvað og lenti að sjálfsögðu í enn verri klípu og í henni sit ég.


Hafið var hryssingslegt í morgun við botn Húnafjarðar

Glugginn er kominn og hefur frá ýmsu að segja sem of langt væri upp að telja og geta menn lesið efni hans inni á huni.is. Gluggavísu vikunnar á hún Anna Árnadóttir og fjallar hún um ærnöfn en Rúnar hafði á orði að faðir hans hann Daddi Munda (Agnar Guðmundsson) heitinn hefði átt margar hryssur með sömu nöfnum.


Svona skrifaði maður í Morgunblaðið um miðjan janúar fyrir 16 árum.  Þessi frétt er um það að einn og sami atburðurinn getur haft bæði slæm og góð áhrif. Stóðbændur voru súrir en hrossin kát því Japansmarkaður fyrir hrossakjöt hafði hrunið

En það er hvasst úti og það fer kónandi en það hlýtt hér inni hjá okkur Rúnari en nú er kominn tími til að segja amen á eftir efninu og leita eftir hinu mikla samhengi. Rétt er þó að vekja á því athygli að ég hef ekkert minnst á Jónas á Ljóninu í þessum pistli  þó svo hann hafi brugðið sér norður yfir heiðar um helgina og bent RARIK á heitvatnsleka í Blöndubyggðinni , nánar tiltekið í heitavatnslögninni sem liggur að Ljóni norðursins . Núna er búið að laga lekann og nægt vatn leikur núna um Ljónið og Jónas.:

Að Ljóninu kominn var leki,

leitt var að heyra það.

Þó lekinn  þankana  veki

þarf Jónas að komast í bað.

Um mig

Nafn:

Jón Sigurðsson

Farsími:

8623250

Afmælisdagur:

18.02 1952

Heimilisfang:

Árbraut 12 540 Blönduósi

Heimasími:

4524450

Faðir:

Sigurður M. Þorsteinsson

Móðir:

Ásta Jónsdóttir

Önnur vefsíða:

jonsig@tmumbod.is

Um:

Starfa sem umboðsmaður TM í A-Húnavatnssýslu auk þess að vera fréttaritari Morgunblaðsins á Blönduósi

Uppáhalds bíómynd(ir):

Hotel Ruanda og svo að sjálfsögðu allar James Bond myndirnar

Uppáhalds tónlist:

Maggi Eiríks, Ernirnir og ekki má gleyma sjálfum Bítlunum

Uppáhalds manneskjur:

þær sem halda upp á mig

Uppáhalds matur:

Hrogn og lifur, saltfiskur, þorramatur, ýsa í ýmsum myndum að ógleymdum humarnum. Lambakjötið stendur alltaf fyrir sínu og fátt er betra en útigrillaðar lambakótilettur með kartöflusalati A La Magga

Eftirminnilegast:

Það er svo margt ef að er gáð

Kennitala:

180252-3639

Eldra efni

clockhere

Tenglar

Flettingar í dag: 49
Gestir í dag: 35
Flettingar í gær: 100
Gestir í gær: 64
Samtals flettingar: 65037
Samtals gestir: 11626
Tölur uppfærðar: 6.5.2024 09:24:33