Jón Sigurðsson

Myndir og hugleiðingar úr A-Húnavatnssýslu. Hver sem er getur ratað inn á þessa síðu í töluverðri vissu um að komast frá því óskaddaður. Ef einhver skaddast og er tryggður, þá fær hann það bætt. Svo einfalt er það!

22.01.2014 15:40

hver gerði Gerði grikk?

Þeir eru hreint út sagt einstaklega rólegir þessir síðustu dagar og þessi miðvikudagur engin undantekning. Logn um allar koppagrundir og hitinn hangir yfir frostmarkinu. Það er gríðarleg hálka í dag því loftið er rakt og því  mikil ísing. Í dag eru aðstæður þannig að mörgæsagangur er eina rétta göngulagið vilji menn á gangi komast frá því óskaddaðir.


Þoka í grennd. Það er ró yfir Húnaflóanum en þokan skyggir á sýn okkar til Stranda

Það er eitthvað svo lítið um að vera þessa dagana fyrir utan hið daglega amstur. Þó svo ég hafi verið að gæta tveggja barnabarna  í fjóra daga (1árs - fimm ára) og þar að auki fárveika ömmu í einn sólarhring, telst það ekki til mikilla tíðinda sem eiga erindi við alþýðuna og þó svo ég hafi að auki farið um flughálan fjallveg til tannlænins gæti það alveg legið í þagnargildi.  Já það er kominn miðvikudagur, dagur em sagður er sá versti af öllum dögum vikunnar og ég stend frammi fyrir sjálfum mér og verð að skrifa eitthvað.


Vatnsnesið í vestri. Horft yfir Húnafjörðinn

Jónas vert á Ljóninu ætlar að koma eftir viku og ætlar að dvelja eitthvað, kannski get ég gert eitthvað úr þeirri heimsókn. Það er á svona dögum sem ég sakna Nonna hunds því af honun var alltaf hægt að segja sögur og maður var nokkuð viss um að það var óhætt því ekki móðgaðist hann neitt við mig þó svo hann hefði farið í misheppnaðar heimsóknir til eðaltíka í bænum eða verið handsamaður fyrir utan kosningafundi. Ekki grunaði hann mig um samsæri gegn sér og þakka ég það fyrst og fremst því að Nonni hundur gat ekki lesið sér til gagns.

En stundum koma óvæntir gestir í heimsókn sem geta bjargað fyrir manni degi sem hafði lítið fram að færa. Haldið ekki að hún Gerður Hallgríms hafi birst hérna hjá okkur Rúnari sem nýlega var kominn inn úr dyrunum með sænska polka í farteskinu. Hún átti við mig faglegt erindi og það í bölvaðri hálkunni og var það erindi afgreitt á afar skjótan hátt og snúið sér að alvarlegri málum. Lífinu sjálfu. Gerður "skammaði" auðvitað Rúnar fyrir að leggja bíl sínum beint fyrir utan dyrnar hjá mér og torvelda aðgengi sitt að mér. Og mig "skammaði" hún fyrir að vera ekki við eftir hádegið í gær.  Við vorum svona mátulega skömmustulegir yfir þessu fyrst hún hafði komist ósködduð til okkar en lofuðum að færa Rúnars bíl og sækja hennar og leggja honum beint fyrir utan dyrnar á hálkufríum bletti. Til þess kom þó ekki og vitum við ekki annað en Gerður hafi komist klakklaust frá okkur. En eftir ánægjulegt spall við þessa ágætu konu varð þetta til:

Hún er vel úr garði gerð,

gæðakonan Gerður.

Hér er  því enginn hætta á ferð,

happadagur verður.

Eins og áður er getið kom Rúnar í heimsókn þó svo hann hefði engann Glugga í fórum sínum og eins og venjulega fylgdu honum harmonikkutónar. Eins og komið hefur fram þá lék hann á geislaspilarann hinn geisifjöruga polka " Fölungen"  sem mun vera sænskt að uppruna. Ekki vitum við hvað það þýðir og var vita vonlaust að fá það upp úr "translate google" en svona út frá orðunum föl og ungen þá dettur okkur helst í hug orðið fölleitt barn, barn sem horfir ekki til sólar vegna "æpaddsins".


Undir Borginni býr skáldið Rúnar Kristjánsson sem yrkir í þessari viku um undur Furðufjarðar

En Glugginn er kominn og er hann í bak og fyrir þorrablót. Á forsíðu er minnt á þorrblót Vökukvenna á Blönduósi nú um helgina en á baksíðu er hreppa þorrablótið auglýst sem að þessu sinni verður haldið á Húnavöllum. Vísa vikunnar er að þessu sinni eftir skáldið undir Borginni hann Rúnar Kristjánsson og fjallar um ferð í Furðufjörð  þar sem allt má finna milli himins og jarðar.

En nú skal staðar numið  og er vel við hæfi að brag-háttur Rúnars Agnarssonar (margt er það sem miður fer)  fái að njóta sín þar sem hann reynir að koma orðum að því að maður kunni við öllu ráð og eigi svör við öllu þegar hlutirnir hafi gerst.

Margt  á þorra  miður  fer,

það margir  hafa reynt.

Bestu ráðin birtast hér

en bara allt of seint.

Um mig

Nafn:

Jón Sigurðsson

Farsími:

8623250

Afmælisdagur:

18.02 1952

Heimilisfang:

Árbraut 12 540 Blönduósi

Heimasími:

4524450

Faðir:

Sigurður M. Þorsteinsson

Móðir:

Ásta Jónsdóttir

Önnur vefsíða:

jonsig@tmumbod.is

Um:

Starfa sem umboðsmaður TM í A-Húnavatnssýslu auk þess að vera fréttaritari Morgunblaðsins á Blönduósi

Uppáhalds bíómynd(ir):

Hotel Ruanda og svo að sjálfsögðu allar James Bond myndirnar

Uppáhalds tónlist:

Maggi Eiríks, Ernirnir og ekki má gleyma sjálfum Bítlunum

Uppáhalds manneskjur:

þær sem halda upp á mig

Uppáhalds matur:

Hrogn og lifur, saltfiskur, þorramatur, ýsa í ýmsum myndum að ógleymdum humarnum. Lambakjötið stendur alltaf fyrir sínu og fátt er betra en útigrillaðar lambakótilettur með kartöflusalati A La Magga

Eftirminnilegast:

Það er svo margt ef að er gáð

Kennitala:

180252-3639

Eldra efni

clockhere

Tenglar

Flettingar í dag: 39
Gestir í dag: 7
Flettingar í gær: 78
Gestir í gær: 46
Samtals flettingar: 68614
Samtals gestir: 12460
Tölur uppfærðar: 17.5.2024 05:22:42