Jón Sigurðsson

Myndir og hugleiðingar úr A-Húnavatnssýslu. Hver sem er getur ratað inn á þessa síðu í töluverðri vissu um að komast frá því óskaddaður. Ef einhver skaddast og er tryggður, þá fær hann það bætt. Svo einfalt er það!

29.01.2014 15:49

af Jónum, Louisu og ýmsu öðru


Héraðshælið og Strandir

Enn einn lognkyrr dagurinn runninn upp en nú er hitinn kominn niður frostmarkið og svellin láta ekkert undan. Sól skín í heiði og fer hæst í dag um 6,6 gráður yfir sjóndeildarhringinn.  Það fer að verða bagalegt fyrir eldri borgara og jafnvel þá sem yngri eru að komast lítið  út til að viðra sig vegna svellbunka og hálku og óþarfi að fara út í það nánar. Svo er rétt að geta þess að nýtt tungl kvinar í norðvestri á morgun og sloknar á síðast degi febrúarmánaðar. 

Louisa Mattíasdóttir  (1917 - 2000) var þekktur listmálari og starfaði lengst af í Bandaríkjunum. Hún naut mikillar virðingar fyrir listsköpun sína og hlaut margar viðurkenningar gegn um tíðina.  Þeir sem sjá myndverk eftir hana einu sinna vita upp frá því hver höfundurinn er. Það sem vekur sérstaka athygli mína er að hún hefur hrifist af gamla bæjarhlutanum hér á Blönduósi því ég hef séð að minnsta kosti tvö verk eftir hana sem eru óumdeilanlega frá Blönduósi.  Ég hef ekki kannað neitt sérstaklega hvað hefur tengt hana við Blönduós  en það er greinilega eitthvað og væri gaman ef einhver sem þessar línur les gæti lokið upp leyndarmálinu.

Aðalgatan. Tilraun, kirkjan, Aðalgata 8, Verslunarmannafélagshúsið (Valur) og Þorsteinshús.



Óli Þorsteins og Skarhéðinn (Héddi)  komu báðir með Gluggann að þessu sinni og veitti ekki af því bæði var vísa vikunnar þung sem og fasteignagjöldin sem á okkur verða lögð og er að finna í Glugganum. En þeir félagar höfðu þó vit á því að létta sér störfin og spiluðu sænska harmonikkutónlist við Gluggaútburðinn. Eitthvað barst í tal hjá okkur þegar ég fór að ræða við þá um harmonikkutónlist hvort ég ætti harmonikku. Kvað ég já við og spurði Héddi mig hvort hún væri 120 bassa. Ég sagði svo ekki vera. " Hvað! er hún fyrir krakka"  spurði Héddi með forundran en ég sagði si svona að hún væri fyrir hálfvaxna. "Fyrir hálfvita" skaut Héddi inn í og ók góður með sig í burt með Óla sér við hlið og harmonikkutónlist sænskra  bræðra. Eftir stóð ég einn í Aðalgötunni, hálfvitinn með litlu harmonikkuna. Þeir eru margbreytilegir þessir miðvikudagar og skiftir þá miklu að höndla þá með bros á vör.

En aftur að innihaldi Gluggans. Álagning fasteignagjalda er þar kynnt og sýnist mér að venjulegur Blönduósingur sem á fasteign  greiði húsverð einu sinni á öld upp í þau gjöld sem á hann eru lögð en það vill manni til happs að maður lifir nú ekki nema um það bil hálfa öld með húseign í eftirdragi.

Jónas á Ljóninu kom við hjá mér áðan. Hann var í skyndiheimsókn og fer hann aftur suður í dag. Ég sagði honum frá því að hann hefði leikið stórt hlutverk á þorrablótinu um helgini og lék honum forvitni á því að vita hvað hefði nú verið tekið fyrir.  "Það er nú allt of langt mál að telja upp" sagði ég og bætti við. "Farðu bara yfir lífshlaup þitt síðastliðið ár þá veist svona nokkurn veginn um hvað málið snýst.". Hann sagði mér að hún Bella hefði verið ákaflega glöð á sjá sig sem og Himmi Snorra og ég er ekki frá því að ég hafi líka haft svolítið gaman af því að sjá hann.


Kleifar og Kambarnir í Langadalsfjalli

Samankomnir voru hér í horninu hjá mér rétt áðan þrír Jónar og var einn þeirra frá Hofi, annar frá Beinakeldu og ég að sjálfsögðu hinn þriðji. Sögðum við margt viturlegt eins og gefur að skilja og kom þar umræðu að við veltum fyrir okkur að lítið væri um það að sveinbörn nú til dags væru skírð Jón. Mun algengara er að drengir séu skýrðir Andri, Aron  og með millinöfnunum Freyr eða Þór. Fannst okkur þetta miður því nafnið Jón er afar einfallt, þjóðlegt og lætur vel í eyrum. Jóni frá Hofi varð að orði þegar heyrði harmonikkutónanna frá vísnagerðamanninum Rúnari Agnarsyni sem bar að á miðjum Jónafundi  og er þekktur fyrir bragháttinn "margt er það sem miður fer."

Margt er það sem miður fer,

mun það valda tjóni.

Núna enginn nennir hér

að nefna eftir Jóni.

Jónar fóru og Rúnar kom og líkt og Héddi og Óli, þá var hann með sænska harmonikkutóna í Súkku sinni. Lítið varð úr spjalli okkar að þessu sinni því kona framan úr sveit hringdi í öngum sínum og slíkum tilvikum verður að bregðast við af ábyrgð og festu og fyrir þeim aðstæðum varð Rúnar að lúta í lægra haldi.  Af þessum sökum verður samhengið að ráfa um stjórnlítið enn um sinn.

Um mig

Nafn:

Jón Sigurðsson

Farsími:

8623250

Afmælisdagur:

18.02 1952

Heimilisfang:

Árbraut 12 540 Blönduósi

Heimasími:

4524450

Faðir:

Sigurður M. Þorsteinsson

Móðir:

Ásta Jónsdóttir

Önnur vefsíða:

jonsig@tmumbod.is

Um:

Starfa sem umboðsmaður TM í A-Húnavatnssýslu auk þess að vera fréttaritari Morgunblaðsins á Blönduósi

Uppáhalds bíómynd(ir):

Hotel Ruanda og svo að sjálfsögðu allar James Bond myndirnar

Uppáhalds tónlist:

Maggi Eiríks, Ernirnir og ekki má gleyma sjálfum Bítlunum

Uppáhalds manneskjur:

þær sem halda upp á mig

Uppáhalds matur:

Hrogn og lifur, saltfiskur, þorramatur, ýsa í ýmsum myndum að ógleymdum humarnum. Lambakjötið stendur alltaf fyrir sínu og fátt er betra en útigrillaðar lambakótilettur með kartöflusalati A La Magga

Eftirminnilegast:

Það er svo margt ef að er gáð

Kennitala:

180252-3639

Eldra efni

clockhere

Tenglar

Flettingar í dag: 62
Gestir í dag: 14
Flettingar í gær: 78
Gestir í gær: 46
Samtals flettingar: 68637
Samtals gestir: 12467
Tölur uppfærðar: 17.5.2024 07:19:11