Jón Sigurðsson

Myndir og hugleiðingar úr A-Húnavatnssýslu. Hver sem er getur ratað inn á þessa síðu í töluverðri vissu um að komast frá því óskaddaður. Ef einhver skaddast og er tryggður, þá fær hann það bætt. Svo einfalt er það!

19.02.2014 14:59

vorboðinn ljúfi er óútreiknanlegur.


Húsapuntur við hafið

Dagurinn í dag er bjartur og kaldur. Áttin er austlæg og vindur fór hægt yfir í morgun en fór að herða á sér þegar kom fram á morguninn.

Það var í fréttum um daginn að lóan væri komin og hefði sést á Seltjarnarnesinu. Þótti lóan vera óvenju snemma á ferðinni en seinna kom í ljós að þessar lóur höfðu bara aldrei farið af landi brott því það þykir víst gott að búa á Seltjarnarnesi þó svo það sé lítið og lágt.

      Ég sagði smá dæmisögu fyrir nokkrum árum sem átti að undirstrika það að fari menn ekki eftir gangi himintunglana, hitanum frá eldinum og umhverfi sínu þá getur farið illa.

    Heiðlóa ein sem hafði þvælst í mörg ár fram og til baka vor og haust til landsins í misjöfnum veðrum og árum, ákvað það að vera um kyrrt á landinu þegar aðrar lóur tóku sig upp og flugu suður á bóginn. Hún sagði við sjálfa sig að þetta hlyti að blessast því vetur á Íslandi væru ekki svo slæmir. Þetta gekk ágætlega fram eftir hausti því tíðarfar var gott. En svo kom fyrsta alvöru hausthretið og lóu litlu varð kalt og lítið var til að borða. "Æi" hugsaði hún með sér. " Mér hefði kannski verið nær að fylgja ættingjum mínum suður á bóginn fyrr í haust. Það er ef til vill ekki orðið of seint" hugsaði hún með sér og hóf sig til flugs af túninu við Hérðashælið. Hún var ekki búinn að fljúga lengi þegar ísing gerði vart við sig á vængjum hennar og hún varð að nauðlenda á túninu í Sauðanesi. Það varð henni til happs að Palli var enn með kýrnar í fóðurkálinu og lóan lenti rétt hjá þeim. Huppa gamla jórtraði spekinglega lyfti hala og skeit á umkomulausa lóuna sem var beint fyrir aftan hana. Eins og gefur að skilja þá hlýnaði lóunni skyndilega við þessa himnasendingu og hóf hún upp söng mikin " dýrðin, dýrðin, dýrðin" söng hún hástöfum. Þessi óvænti gleðisöngur lóunnar barst Brandi, ketti Páls í Sauðanesi til eyrna og var hann satt best segja undrandi í fyrstu, því hann hafði ekki heyrt lóusöng í langan tíma eins og gefur að skilja. Brandur gerði meira heldur en að sperra eyrun því hann lagði leið sína suður fyrir fjós og fór að huga að því af hvaða toga þessi söngur væri. Ekki var hann lengi búinn að ganga þegar hann kom að lóunni fastri í kúadellunni. Það verður bara að segjast eins og er að þau urðu bæði mjög hissa á því að sjá hvort annað og Brandur gerði það sem hann kann best í samskiptum við fugla. Hann dró lóuna þar sem hún sat föst upp úr skítnum og gerði sér hana að góðu.

    Þessi saga kennir okkur það í fyrsta lagi að hlutirnir lúta ákveðnum lögmálum og það þýðir ekkert að berja höfðinu við stein gagnvart staðreyndum lífsins. Lóur fara suður á bóginn á haustin. Í öðru lagi segir þessi saga okkur það að vera ekki að blása það út um allt þó manni líði vel og hafi það gott um stundarsakir heldur lifa lífinu sáttur og af hógværð því ýmsir sem þú kærir þig ekki um geta heyrt í þér. Ennfremur er það nokkuð ljóst að það eru ekki alltaf óvinir þínir sem skíta þig út. Og síðast en ekki síst þá eru það ekki endilega vinir þínir sem draga þig upp úr skítnum og koma þér til hjálpar þegar mest á reynir. Svo mörg voru þau orð. Það er hreint með ólíkindum að sex lóur á Seltjarnarnesi geti eyðilagt góða dæmisögu en svona er lífið og vorboðinn ljúfi óútreiknanlegur.


Spákonufellið í greipum gröfu

Rúnar vinur minn Agnarsson kom hér í gær með sína harmonikkutóna og lagði bílnum eins og venjulega úti á miðri götu. Undir geislanum hjá honum var sænskur polki sem heitir því einfalda nafni "Fölungen" og þýðir samkvæmt "google translate"  folaldið. Það er ekki svo fráleitt að nefna lag í polkatakti eftir folaldi því það minnir svolítið á folald að leik á fallegum vordegi.  Þegar ég var búinn að lóðsa Rúnar með bílinn nær gangstéttarbrúninni gekk hann í hús þar sem ég tilkynnti honum að ég ætti afmæli og þyrfti að fá afmælisvísu í "Margt er það sem miður fer" stíl. Rúnar hugsaði sig um í smá stund og dembdi þessu yfir mig

Margt er það sem miður fer

Hjá mörgum körlum hrjáðum.

Jón nú ári eldri er

Og eflaust nær mér bráðum.


 Framkvæmdir í ósnum. Strandafjöll standa tignarleg og marka Húnaflóann að vestanverðu. Reykjaneshyrna er lengst til hægri og er hún miðja vegu milli  Gjögurs og Árness. Undir Reykjaneshyrnu vestanverðri kúrir Litla-Ávík þaðan sem við fáum veðurfregnir daglega. (vona að ég sé ekki að klikka í landafræðinni)

Rúnar kom svo aftur í dag og fór minna fyrir harmonikkutónum hjá honum að þessu sinni því Stefán Hafsteinsson sat í horninu hjá mér. Hefur Rúnar talið að Stefán væri ekki eins taktfastur og Kristófer Sverris mjólkurfræðingur. En hvað sem öllu líður þá áttum við félagarnir gott spjall en þurftum að hækka róminn vegna skruðninganna í gaddaskóm Stefáns. Það hrökk svona út úr mér alveg hugsunarlaust:

Á skaflajárnum Stefán fer

skröltandi um bæinn.

Rúnar botnaði á örskotsstundu og kom sér vel yfirburða þekking hans á "Margt er það sem miður fer:

Margt er það sem miður fer

sem margan fyrri daginn.

Glugginn er kominn og er þar sitt lítið að finna og Gluggavísa vikunnar er eftir hinn kunna hagyrðing Rúnar Kristjánsson á Skagaströnd og flögrar hann títt við tálsins stuð hvað svo sem það nú þýðir en það skiptir einu því menning mín er malbikuð. Best að hafa þetta bara samhengi þessarar viku.

Um mig

Nafn:

Jón Sigurðsson

Farsími:

8623250

Afmælisdagur:

18.02 1952

Heimilisfang:

Árbraut 12 540 Blönduósi

Heimasími:

4524450

Faðir:

Sigurður M. Þorsteinsson

Móðir:

Ásta Jónsdóttir

Önnur vefsíða:

jonsig@tmumbod.is

Um:

Starfa sem umboðsmaður TM í A-Húnavatnssýslu auk þess að vera fréttaritari Morgunblaðsins á Blönduósi

Uppáhalds bíómynd(ir):

Hotel Ruanda og svo að sjálfsögðu allar James Bond myndirnar

Uppáhalds tónlist:

Maggi Eiríks, Ernirnir og ekki má gleyma sjálfum Bítlunum

Uppáhalds manneskjur:

þær sem halda upp á mig

Uppáhalds matur:

Hrogn og lifur, saltfiskur, þorramatur, ýsa í ýmsum myndum að ógleymdum humarnum. Lambakjötið stendur alltaf fyrir sínu og fátt er betra en útigrillaðar lambakótilettur með kartöflusalati A La Magga

Eftirminnilegast:

Það er svo margt ef að er gáð

Kennitala:

180252-3639

Eldra efni

clockhere

Tenglar

Flettingar í dag: 99
Gestir í dag: 83
Flettingar í gær: 107
Gestir í gær: 73
Samtals flettingar: 65194
Samtals gestir: 11747
Tölur uppfærðar: 7.5.2024 08:22:03