Jón Sigurðsson

Myndir og hugleiðingar úr A-Húnavatnssýslu. Hver sem er getur ratað inn á þessa síðu í töluverðri vissu um að komast frá því óskaddaður. Ef einhver skaddast og er tryggður, þá fær hann það bætt. Svo einfalt er það!

05.03.2014 16:24

Bakaríið, skiltið og húsið sem hvarf


Það er ýmislegt sem er að gerast hér á vesturbakkanum þessa daganna. Augýsingaskilti við þjóðveg 1 hafa verið fjarlægð, Sveitabakarí er hætt starfsemi í gamla Krúttbakaríinu og síðast en ekki síst þá var Blöndubyggð 13 brennd til kaldra kola í gærkvöldi. En hvað sem öllu líður þá er veðrið þennan miðvikudag bara sæmilegt. Vindur svona 5 - 6 metrar á sekúndu og kemur úr suðaustri. Skýjað en skyggni mjög gott og hitinn einni gráðu fyrir neðan frostmarkið. Og það sem er fyrir hvað mestu að töluvert hefur gengið á klakann.


Eins og fyrr segir þá er og hefur ýmislegt verið að gerast á vesturbakkanum að undanförnu og einmitt þessa stundina þá stendur yfir flutningur á tækjum úr bakaríinu. Menn rogast með stóra gáma og fylla þá af allskyns tækjum og tólum. Í stuttu máli þá er sögu Sveitabakarís lokið að minnsta kosti fyrst um sinn í Krútthúsinu.  Um ástæður þessa veit ég næsta lítið en þó það að leigusamningar milli eiganda Krútts og bakarís gengu ekki eftir.




Eins og þeir sem þessa síðu skoða vita þá kom Jónas á Ljóninu í heimsókn fyrir viku og lét hann það verða sitt síðasta verk áður en hann hélt suður að fjarlægja leiðbeiningarmerki við þjóðveg eitt hvar á stóð "Hótel Blönduós". Þetta merki var á sama standi  og fyrir voru merki sem vísuðu á Ljón Norðursins. Jónas fjarlægði Hótelmerkið á nokkurrar sektarkenndar því hann taldi sig eiga þennan stað sem merkin eru á og væri því í fullum rétti. Ég veit að margir hafa rekið upp stór augu yfir þessu öllu saman og sýnist sitt hverjum um þennan gjörning en enga hef ég heyrt niðurstöðu í máli þessu.


Flygildi með myndavél sveimaði yfir eldhafið og allt um kring

Svo gerðist það í gær að það fór að hitna vel undir  Jónasi á Ljóni norðursins því slökkviliðið kveikti í næsta húsi við hann, nánar tiltekið Blöndubyggð 13.  Það hefur lengi staðið til að fjarlægja þetta hús og hafði slökkvilið fengið leyfi til að kveikja í því og nota til æfinga. Það var eiginlega ekki fyrr en í gær að vindátt varð hagstæð til verksins og þá var blysum brugðið á loft. Reyndar gekk slökkviliðinu brösuglega  kveikja í og sögðu kunnugir að það stafaði af því að slökkviliðið væri ekki brunalið. Í morgun var svo Kristján Kristófers mættur til að fjarlægja brunarústirnar og skyndilega er komið þetta fína byggingasvæði fyrir Jónas á Ljóninu til að fjölga sumarhýsum. Vonandi ber honum gæfa til að ná samningum við bæjaryfirvöld um þessi mál. Og svo mun vonandi í vor þegar farfuglarnir fara að streyma til landsins  rísa þarna á Einarsnesinu rétt sunnan við, fuglaskoðunarhús hvar menn geta fylgst með hinu fjölskrúðuga fuglalífi á Blöndu.


Blöndubyggð 13 rjúkandi rúst

Í dag er öskudagur sem ég stundum kalla sníkjudýradaginn. Það er nú meira svona  í gamni sagt því krakkarnar ganga misskrautleg milli fyrirtækja og stofnana og syngja fyrir gjafar sem í lang flestum tilfellum er sælgæti. Sem sagt litlu "dýrin" ganga um og "sníkja" en þau lífga upp á tilveruna og mér þykir bara vænt um þessi "sníkjudýr".




Rúnar vinur minn Agnarsson hefur ekki enn komið til að létta mér miðvikudagstilveruna en Himmi Snorra kom og tjáði mér að skiltahreinsarinn hann Jónas á Ljóninu hafi tilkynnt komu sína á Blönduós á morgun. Ætli hann ætli ekki að setja nýtt skilti upp þar sem áður var hótelskiltið og upplýsa vegfarendur um að það séu um 600 metrar í gistihúsin hans sem opin eru frá 1. maí fram í byrjun október.


Já það gengur á ýmsu og í mörg horn að líta. Í gær  fékk ég  sendann diskling frá mínum góða vin á Akureyri honum Jóni Inga Einarssyni. Diskurinn hafði að geyma viðtöl við frambjóðendur í bæjarstjórnarkosningum á Blönduósi árið 1990. Við hjónin horfðum á þennan disk og það sem hann hafði að geyma okkur til mikillar ánægju og kann ég nafna mínum bestu þakkir fyrir sendinguna. Það kom mér skemmtilega á óvart að kona mín þekkti mig ekki og satt best að segja átti ég í mesta basli að bera kennsl á sjálfan mig en eins og fyrr greinir þá skemmtum við okkur konunglega yfir þessum mynddisk. Takk Jón Ingi!

En mál er að linni og hingað og ekki lengra.

Um mig

Nafn:

Jón Sigurðsson

Farsími:

8623250

Afmælisdagur:

18.02 1952

Heimilisfang:

Árbraut 12 540 Blönduósi

Heimasími:

4524450

Faðir:

Sigurður M. Þorsteinsson

Móðir:

Ásta Jónsdóttir

Önnur vefsíða:

jonsig@tmumbod.is

Um:

Starfa sem umboðsmaður TM í A-Húnavatnssýslu auk þess að vera fréttaritari Morgunblaðsins á Blönduósi

Uppáhalds bíómynd(ir):

Hotel Ruanda og svo að sjálfsögðu allar James Bond myndirnar

Uppáhalds tónlist:

Maggi Eiríks, Ernirnir og ekki má gleyma sjálfum Bítlunum

Uppáhalds manneskjur:

þær sem halda upp á mig

Uppáhalds matur:

Hrogn og lifur, saltfiskur, þorramatur, ýsa í ýmsum myndum að ógleymdum humarnum. Lambakjötið stendur alltaf fyrir sínu og fátt er betra en útigrillaðar lambakótilettur með kartöflusalati A La Magga

Eftirminnilegast:

Það er svo margt ef að er gáð

Kennitala:

180252-3639

Eldra efni

clockhere

Tenglar

Flettingar í dag: 70
Gestir í dag: 49
Flettingar í gær: 100
Gestir í gær: 64
Samtals flettingar: 65058
Samtals gestir: 11640
Tölur uppfærðar: 6.5.2024 11:31:37