Jón Sigurðsson

Myndir og hugleiðingar úr A-Húnavatnssýslu. Hver sem er getur ratað inn á þessa síðu í töluverðri vissu um að komast frá því óskaddaður. Ef einhver skaddast og er tryggður, þá fær hann það bætt. Svo einfalt er það!

07.05.2014 15:28

barist við ritstíflu


Ég er haldinn ritstíflu þessa daganna og finn enga löngun til að setja eitt né neitt niður á blað. Ég er meira að segja svo stíflaður að ég hef ekki nennu að segja frá því þegar ég varð fyrir runnaklippingaráfallinu á mánudaginn rétt fyrir leik Liverpool og Kristalshallarinnar. Sem sagt ég varð fyrir tveim "áföllum þennan mánudag og hef samt enga þörf til að skrifa mig frá þeim en ég hef haft þennan vettvang til þess að veita mér sjálfsáfallahjálp. Af þessu má sjá að ég er með stíflu á háu stigi og þyrfti svo sannarlega á því að halda að skrifa mig frá stíflunni. Til er fólk sem alfarið er á móti stíflum og gildir þá einu hvort um er að ræða stíflur í vatnsföllum eða nefstíflur. Ég er í eðli mínu á móti flestum stíflum hverrar gerðar sem þær eru en ég á til umburðarlyndi í nokkrum tilfellum og fer ég ekki nánar út í það. En ég stend frammi fyrir þessari gerð af stíflu og hugsa upp öll þau ráð sem að gagni geta komið til að rjúfa hana. Sumir hafa sprengt upp stíflur og aðrir hafa mótmælt þeim en ég reikna fastlega með því að fáir hafi áhuga á því að móttæla ritstíflu minni og telja það jafnvel til bóta að ég tjái mig sem allra minnst og jafnvel að ég þegi alfarið. Einn ágætur maður sagði einhverju sinni að betra væri að þegja og vera álitinn hálfviti heldur en að tala og taka af allan vafa um það. Það er langt síðan ég heyrði þessa speki en aldrei haft hvorki vit né þroska til að fara eftir henni og þannig er það bara.


Það er bölvað að vera ritstíflaður þá getur maður ekki minnst á stóra-skiltamálið sem mér sýnist að sé að verða að risastóra - skiltamálinu. Stíflaður getur maður ekki sagt frá því hversu þungu hlassi lítið skilti getur velt. Mér finnst þetta grábölvað en við þessu er eins og staðan er í dag, lítið að gera.  Það er heldur  ekki hægt að segja frá því að vorið hefur verið okkur hér um slóðir eistaklega hagfellt og svo mætti lengi telja.

Svo er eitt sem er mér mikið hjartans mál en það er grágæsin SLN sem komið hefur á Blönduós í a.m.k. 14 ár. Ég hef fylgst með henni nánast öll þessi ár og tekið þátt gleði hennar og sorgum. Séð hana stolta með myndarlegan unghóp og reffilegann karl sér við hlið og ég hef séð hana einmana og tætingslega. En frá þessu get ég ekkert sagt vegna þessarar bannsettu stíflu og hennar vegna get ég heldur  ekki sagt frá því að ég er farinn að hafa verulegar áhyggjur af því að hún skili sér ekki í vor því hún er vön að sjást við Héraðshælið á tímabilinu 15. - 21. apríl ár hvert. Og það sem meira er um vert og eru nokkuð alvarlegar fréttir að ekkert hefur spurst til þessara gæsar í Bretlandi sl. vetur samkvæmt upplýsingum frá Arnóri Þ. Sigfússyni fuglafræðingi. En þetta allt verður að liggja í þagnargildi vegna stíflunnar illvígu.


Ég myndi svo glaður segja frá því að Glugginn er kominn í hús væri ekki fyrir að fara þessari bévítans ritstíflu og að sjálfsögðu hefði ég líka sagt frá því að Rúnar skáld á Skagströnd er Gluggaskáld vikunnar og ekki hefði ég látið hjá líða að minnast á að brátt verða kartöflugarðarnir í Selvík tilbúnir að taka við útsæðinu. Það er svo margt sem hægt er að segja frá í hinu daglega lífi ef allt er í lagi. Vonandi, fyrir sálarheill mína losna ég fyrr en seinna við stífluna.


Um mig

Nafn:

Jón Sigurðsson

Farsími:

8623250

Afmælisdagur:

18.02 1952

Heimilisfang:

Árbraut 12 540 Blönduósi

Heimasími:

4524450

Faðir:

Sigurður M. Þorsteinsson

Móðir:

Ásta Jónsdóttir

Önnur vefsíða:

jonsig@tmumbod.is

Um:

Starfa sem umboðsmaður TM í A-Húnavatnssýslu auk þess að vera fréttaritari Morgunblaðsins á Blönduósi

Uppáhalds bíómynd(ir):

Hotel Ruanda og svo að sjálfsögðu allar James Bond myndirnar

Uppáhalds tónlist:

Maggi Eiríks, Ernirnir og ekki má gleyma sjálfum Bítlunum

Uppáhalds manneskjur:

þær sem halda upp á mig

Uppáhalds matur:

Hrogn og lifur, saltfiskur, þorramatur, ýsa í ýmsum myndum að ógleymdum humarnum. Lambakjötið stendur alltaf fyrir sínu og fátt er betra en útigrillaðar lambakótilettur með kartöflusalati A La Magga

Eftirminnilegast:

Það er svo margt ef að er gáð

Kennitala:

180252-3639

Eldra efni

clockhere

Tenglar

Flettingar í dag: 35
Gestir í dag: 7
Flettingar í gær: 78
Gestir í gær: 46
Samtals flettingar: 68610
Samtals gestir: 12460
Tölur uppfærðar: 17.5.2024 04:52:26