Jón Sigurðsson

Myndir og hugleiðingar úr A-Húnavatnssýslu. Hver sem er getur ratað inn á þessa síðu í töluverðri vissu um að komast frá því óskaddaður. Ef einhver skaddast og er tryggður, þá fær hann það bætt. Svo einfalt er það!

25.06.2014 15:11

Óli er farinn og sumarið stendur sig

Þetta eru mildir júnídagar sem ganga yfir Húnaþing þessa dagana. Grasið sprettur og ungviðið dafnar um allar grundir. Þessi miðvikudagur er með rólyndis yfirbragði. Vindur er hægur af suðaustri og ber með sér 16 gráðu hita.  Það má vel sætta sig við þetta veðurlag en sjálfsagt má finna að því standi til þess vilji.


Unglingavinnan slakar á við höfuðstöðvar Stjórnsýslunnar á Blönduósi

Það er í sjálfu sér frá litlu að segja þennan meinlausa miðvikudag en það væri alveg hægt að krydda þennan pistil með lögreglumálum sem eru í gangi hér á Vesturbakkanum en það er einhvern veginn úr svo miklum takti við andrúmið í náttúrunni að ég læt það ógert. Rétt er þó að geta þess og gaman að segja frá því að Svenni í Plúsfilm er farinn að klæða norðurhlið gömlu kirkjunnar og koma þar upp hreinlætisaðstöðu.

Óli hótelstjóri kvaddi vini sína á Blönduósi í gær og er þar með lokið Blönduósævintýri hans  sem varað hefur í 10 ár. Óli var og er sérstæður persónuleiki sem setti mark sitt á umhverfið og svoleiðis menn eru nauðsynlegir hverju samfélagi og gera litríkara og áhugaverðara. Óla tókst ýmislegt sem fáum hefur tekist og má nefna "brundbragðið" sem hann kom á framfæri í matreiðsluþætti á ÍNN og gerði margar vammlausar húsmæður miður sín í tvo daga eða svo. Fræg er setningin sem hann hafði uppi við ferðamálafrömuð nokkurn þegar hann sagði si svona við hann um vandamálin sem við væri að glíma. "Það eitt við þennan ferðamannabransa sem ég þoli ekki en það eru þessir andskotans ferðamenn". Svona manna saknar maður en það kemur víst maður í manns stað sagði einhver.


Óli hótelstjóri, núna fyrrverandi við það að yfirgefa hótelið í gærdag eftir 10 ára vist á Blönduósi

Það er enginn Rúnar í dag nema Rúnar, skáldið undir Borginni sem yrkir Gluggavísu vikunnar og fjallar að þessu sinni um þá sem sýnast aldrei þurfa að þrífa sig af einu né neinu en sækjast í valdastólana. 

En þessi dagur er ekki sérlega vel fallinn til skrifa af minni hálfu og læt ég því hér staðar numið.  

Um mig

Nafn:

Jón Sigurðsson

Farsími:

8623250

Afmælisdagur:

18.02 1952

Heimilisfang:

Árbraut 12 540 Blönduósi

Heimasími:

4524450

Faðir:

Sigurður M. Þorsteinsson

Móðir:

Ásta Jónsdóttir

Önnur vefsíða:

jonsig@tmumbod.is

Um:

Starfa sem umboðsmaður TM í A-Húnavatnssýslu auk þess að vera fréttaritari Morgunblaðsins á Blönduósi

Uppáhalds bíómynd(ir):

Hotel Ruanda og svo að sjálfsögðu allar James Bond myndirnar

Uppáhalds tónlist:

Maggi Eiríks, Ernirnir og ekki má gleyma sjálfum Bítlunum

Uppáhalds manneskjur:

þær sem halda upp á mig

Uppáhalds matur:

Hrogn og lifur, saltfiskur, þorramatur, ýsa í ýmsum myndum að ógleymdum humarnum. Lambakjötið stendur alltaf fyrir sínu og fátt er betra en útigrillaðar lambakótilettur með kartöflusalati A La Magga

Eftirminnilegast:

Það er svo margt ef að er gáð

Kennitala:

180252-3639

Eldra efni

clockhere

Tenglar

Flettingar í dag: 26
Gestir í dag: 8
Flettingar í gær: 67
Gestir í gær: 9
Samtals flettingar: 64839
Samtals gestir: 11518
Tölur uppfærðar: 4.5.2024 05:28:46