Jón Sigurðsson

Myndir og hugleiðingar úr A-Húnavatnssýslu. Hver sem er getur ratað inn á þessa síðu í töluverðri vissu um að komast frá því óskaddaður. Ef einhver skaddast og er tryggður, þá fær hann það bætt. Svo einfalt er það!

15.10.2014 15:00

í lognkyrri blámóðu

    

    Blönduósinn seinni partinn í gær. Þá var mengunin ekki orðin eins mikil og í dag

     Það eru stilltir, bjartir og kaldir dagar umvafðir blámóðu úr eldgosinu í Holuhrauni sem umlykja okkur hér við botn Húnafjarðar þessa dagana.  Ég fagna þessu öllu nema blámóðunni sem skerðir sýn til fjalla og hafs og er ekki frá því að mér súrni örlítið í augum. Í gær var fyrsti dagurinn á þessu hausti sem ég þurfti að skafa hélu af bílrúðunni og held ég að þetta haust hafi til þess að gera verið óvenju milt.


     Langadalsfjallið var í móðu í dag

     Vertinn á Ljóninu hugsar óvenju mikið þessa dagana og ber mönnum ekki saman um það hvort það sé gott eða slæmt. T.d er gaman að geta þess að vertinn hugsar núna mikið um að bæta við gistihýsum á lóð sinni og næsta nágreni. Hann er afar veikur fyrir fyrir húsi sem er þannig hannað að hægt er að ganga upp á það og njóta þannig betur útsýnis yfir ánna og flóann. Þessi húsgerð er ekki svo ólík fuglaskoðunarhúsinu sem eigi er langt frá Blöndubóli Ljónsins. Já, Jónas á Ljóninu hugsar mikið þessa dagana og eins og kom hér fram áðan þá greinir menn á um það hvort það sé til góðs eður ei. Það er nú með það eins og svo margt annað að það er ekki sama hver og hvernig á þetta hugsanferli er litið. Það er reyndar algjörlega út í bláinn að reyna að "fabúlera" eitthvað frekar um það því maður gæti bara lent í helvítis klandri.


    Sólin umvafin gosmóðu 

     Glugginn er kominn svona eins og hann gerir á miðvikudögum og kennir þar ýmissa grasa. Það sem vakti sérstaka athygli mína var auglýsing um að Hreppaþorrablótið verður haldið 7. febrúar 2015.  Þetta finnst mér ráð í tíma tekið og munaði engu að þorrablótsauglýsingin hefði komið áður en ég setti hrútspungana og siðasultuna í súr. Rúnar á Skagaströnd á eins og oftast áður vísu vikunnar í Glugganum  og segir hann: "Víða er hroki í hjörtum til/ heims úr þoku gerður." Það býr margt í heimsþokunni og vandratað um þá misbreiðu krákustíga sem þar er að finna.

     Ég var á ferðinni um suðvestur hornið um helgina og hitti þar marga gamla og góða  félaga úr hinum ýmsu geirum landbúnaðarins. Ferðuðumst við samann um Ölfusið og  Flóann og snæddum saman kvöldverð á laugardagskvöldinu. Þetta var hin ánægjulegasta ferð í alla staði. Það væri að æra óstöðugann að segja frá allri ferðinni í stuttum pistli en við komum m.a. við í Garðyrkjuskólanum í Ölfusi þar sem Guðríður Helgadóttir garðyrkjufræðingur og staðarhaldari tók á móti hópnum á sinn skemmtilega hátt. Þar komst ég að því að hópur eins og ég var í er gjörólikur hópi tyrkneskra garðyrkjumanna . Jafnframt upplýsti Guðríður eða Gurrý eins og hún er kölluð okkur um að hópur eins og ég tilheyrði hefði þægilegri nærveru við hlustun en tyrkneskir garðyrkjumenn því þeir væru mun nærgöngulli og stæðu nánast á tám hennar þegar hún segði frá auk þess skyldum við íslensku mun betur. Mér fannst gott að vita þetta, vita að ég væri betri í hóp en tyrkneskur garðyrkjumaður. Rétt er þó að geta þess að þessu gæti verið öfugt farið ef minn hópur hefði verið í heimsókn á tyrkneskum garðyrkjuskóla og Tyrki væri að skrifa um þetta.


   Rosknir landbúnaðarvísindamenn í fræðslu hjá Guðríði í Garðyrkjuskólanum í Ölfusi 

    En og aftur þá sé ég ekkert til hans Rúnars á Súkkunni og engin harmonikkutónar hafa ómað um gosmengaða Aðalgötuna og allir sem þetta lesa vita að mér finnst það miður.

Um mig

Nafn:

Jón Sigurðsson

Farsími:

8623250

Afmælisdagur:

18.02 1952

Heimilisfang:

Árbraut 12 540 Blönduósi

Heimasími:

4524450

Faðir:

Sigurður M. Þorsteinsson

Móðir:

Ásta Jónsdóttir

Önnur vefsíða:

jonsig@tmumbod.is

Um:

Starfa sem umboðsmaður TM í A-Húnavatnssýslu auk þess að vera fréttaritari Morgunblaðsins á Blönduósi

Uppáhalds bíómynd(ir):

Hotel Ruanda og svo að sjálfsögðu allar James Bond myndirnar

Uppáhalds tónlist:

Maggi Eiríks, Ernirnir og ekki má gleyma sjálfum Bítlunum

Uppáhalds manneskjur:

þær sem halda upp á mig

Uppáhalds matur:

Hrogn og lifur, saltfiskur, þorramatur, ýsa í ýmsum myndum að ógleymdum humarnum. Lambakjötið stendur alltaf fyrir sínu og fátt er betra en útigrillaðar lambakótilettur með kartöflusalati A La Magga

Eftirminnilegast:

Það er svo margt ef að er gáð

Kennitala:

180252-3639

Eldra efni

clockhere

Tenglar

Flettingar í dag: 82
Gestir í dag: 59
Flettingar í gær: 100
Gestir í gær: 64
Samtals flettingar: 65070
Samtals gestir: 11650
Tölur uppfærðar: 6.5.2024 13:35:03