Jón Sigurðsson

Myndir og hugleiðingar úr A-Húnavatnssýslu. Hver sem er getur ratað inn á þessa síðu í töluverðri vissu um að komast frá því óskaddaður. Ef einhver skaddast og er tryggður, þá fær hann það bætt. Svo einfalt er það!

12.11.2014 15:23

af Sólu, dimmu og brjósttölvu

Dimman heldur  ótrauð áfram og mun gera það enn um sinn. Dagarnir æða hjá óháð birtuskilyrðum og ekkert bíður okkar nema framtíðin. Dagurinn í dag sem vill svo til að er miðvikudagur og er samkvæmt vísindalegum rannsóknum  talinn erfiðasti dagur vikunnar fyrir hinn venjulega mann fer ekki rólega yfir.  Það er svolítið merkilegt að 5 gráðu heitur norðaustan vindur fari yfir með 12 metra hraða á sekúndu á miðvikudegi því eins og glöggir lesendur þessarar síðu hafa tekið eftir er oftast nær hægviðri á þessum vikudegi. Já miðvikudagar eru varasamir dagar og einhversstaðar las ég það í lærðri grein að framhjáhald væri líkegast á miðvikudögum milli kl 17 og 19 og þegar ég rifjaði þetta upp og hef ný  sagt konunni að ég þurfi að mæta í perupökkun hjá Lionsklúbbnum  frá 17 - 19 í dag og einhvern veginn er mér farið að líða eins og sakamanni þrátt fyrir að vilji standi til einskis annars en að vinna að góðu máli. Miðvikudagar eru merkilegir dagar því þeir lenda alltaf í miðri vinnuviku. Smá leiði er farinn að gera vart við sig eftir hvíld síðustu helgar og enn eru tveir dagar eftir þar til næsta helgi gengur í garð. Miðvikudagar eru svona eins og miðjubarn í fjölskyldu sem stundum hefur verið sagt um að lendi á milli frumburðarins og yngsta barnsins í athyglinni en kannski er þetta allt tóm vitleysa því allir vita að allt snýst um miðjuna og er sólin þar eitt gleggsta dæmið.


Einmanna mávur mót norðaustanáttinni í ölduróti lífsins

Jónas á Ljóninu sem all oft hefur komið hér við sögu er farinn suður í leigubílaharkið. Hann býr í henni Sólu sinni í Laugardalnum í vetur líkt og hann hefur gert undanfarna vetur. Sóla er langferðabifreið hans sem m.a. hefur flutt gangnamenn á Auðkúluheiði milli staða sem og hestaferðamenn á vegum Hauks Suska í Hvammi í Vatnsdal. Sóla gegnir sem sagt hlutverki vetrarhallar Jónasar og þegar ég spurði hann um það hvort honum yrði aldrei kalt eða hvort illa færi um hann svarar hann " Ég er engin kelling". Þó svo Sóla beri "kellingarnafn" þá fer hún vel með Jónas á Ljóninu og er ég ekki frá því að hún veiti honum hugarró og beini huga hans frá öllum þeim sem hann hyggst lögsækja í náinni framtíð.


Stokkendur eða grænhöfðar synda makindalega framhjá bjöguðum Kvennaskólanum sem stendur á haus í Blöndu

Glugginn er kominn og má þar reka augun í uppskeruhátíð búgreinafélaganna í A-Hún sem haldin verður í Húnaveri 22. nóv. Einnig er vert að geta þess að taflfélag Blönduóss heldur aðalfund eftir viku. Ég hélt í einfeldni minni að þetta félag væri ekki til en gaman til þess að vita að svo er ekki og ekki síst í ljósi þess að Skáksamband Íslands verður 90 ára á næsta ári en það var einmitt stofnað á Blönduósi  á sínum tíma, nánar tiltekið í Aðalgötu 5 þar sem áður var gamli spítalinn.

Gluggavísu vikunnar á eins og oftast áður á Rúnar Kristjánsson, skáldið undir Borginni á Skagaströnd og fjallar hún um hrútamál bænda  sem samkvæmt Rúnari taka sig upp þegar líður meira á árið.


Tvær af þremur gæsum sem ætla sér að þrauka af veturinn með okkur hinum sem Blönduósbæ byggja

Rúnar vinur minn , harmonikkutónlistarunnandi lætur ekkert sjá sig þessa síðustu daga, já eða vikur en hinn síungi Himmi Snorra rekur stöku sinnum inn nefið til að fá brjóstsykursmola og fréttir af Jónasi á Ljóninu. Svona er nú staðan hjá mér þennan miðvikudag og ef fer eins og áætlað er mun engin pistill verða skrifaður næsta miðvikudag því þá verð ég líklega að ná áttum á Landspítala með glænýja tölvu bak við vinstri brjóstvöðva  e.t.v. á undanþágu frá verkfalli skurðlækna.

Um mig

Nafn:

Jón Sigurðsson

Farsími:

8623250

Afmælisdagur:

18.02 1952

Heimilisfang:

Árbraut 12 540 Blönduósi

Heimasími:

4524450

Faðir:

Sigurður M. Þorsteinsson

Móðir:

Ásta Jónsdóttir

Önnur vefsíða:

jonsig@tmumbod.is

Um:

Starfa sem umboðsmaður TM í A-Húnavatnssýslu auk þess að vera fréttaritari Morgunblaðsins á Blönduósi

Uppáhalds bíómynd(ir):

Hotel Ruanda og svo að sjálfsögðu allar James Bond myndirnar

Uppáhalds tónlist:

Maggi Eiríks, Ernirnir og ekki má gleyma sjálfum Bítlunum

Uppáhalds manneskjur:

þær sem halda upp á mig

Uppáhalds matur:

Hrogn og lifur, saltfiskur, þorramatur, ýsa í ýmsum myndum að ógleymdum humarnum. Lambakjötið stendur alltaf fyrir sínu og fátt er betra en útigrillaðar lambakótilettur með kartöflusalati A La Magga

Eftirminnilegast:

Það er svo margt ef að er gáð

Kennitala:

180252-3639

Eldra efni

clockhere

Tenglar

Flettingar í dag: 57
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 78
Gestir í gær: 46
Samtals flettingar: 68632
Samtals gestir: 12466
Tölur uppfærðar: 17.5.2024 06:31:50