Jón Sigurðsson

Myndir og hugleiðingar úr A-Húnavatnssýslu. Hver sem er getur ratað inn á þessa síðu í töluverðri vissu um að komast frá því óskaddaður. Ef einhver skaddast og er tryggður, þá fær hann það bætt. Svo einfalt er það!

03.12.2014 14:17

vangaveltur í byrjun aðventu

Fullveldisdagurinn er liðinn og sólin lækkar enn á lofti, aðventan er gengin í garð og æ fleiri ljós kvikna í gluggum og á húsum íbúanna. 


        

Ljós hefur verið tendrað á spádómskertinu, kerti sem minnir á spádóma Gamla testamentisins um frelsarann sem koma skyldi.
          Um framtíðina veit maður harla lítið annað en að hún kemur og flestir sæmilega gerðir menn ala í brjósti sér, von um bjarta framtíð, sér og sínum til handa. Þær spár sem maður hefur hvað mest fylgst með í gegnum tíðina eru veðurspár og það get ég sagt með sanni að þegar spáð er góðu veðri sem svo ekki verður, þá mislíkar manni en ef spáð er leiðinda veðri sem svo einhverra hluta kemur ekki, þá er maður nokkuð sáttur en samt ekki. Sem sagt maður er afar vakandi fyrir því sem hentar manni sjálfum. Guð sé oss næstur segir maður þegar "útlitin eru dimm" og aðstæður þannig að þær eru ekki á manns valdi. Hver er sjálfum sér næstur er sagt þegar maður hefur spilað rassinn úr buxunum algjörlega hjálparlaust. Þetta líf er ekki flókið þegar öllu er á botnin hvolft.
         Einn ágætur maður sagði einhverju sinni að það væri bara ein hlið á hverju máli og það væri sú hlið sem snéri upp. Reyndar er það svo að  margir sjálfskipaðir vitringar haft þessa kenningu að leiðarljósi og virðast bara hafa náð dágóðum árangri en á því eru reyndar tvær hliðar eins og annar ágætur maður sagði. Að fitja upp á þessu hér er efni í heila heimspeki grein og vangaveltur sem seint fengist botn í þannig að ég skil ykkur eftir með þessa vangaveltu fram að því að kveikt verður á Betlihemskertinu næstkomandi sunnudag og jafnvel lengur ef þess gerist þörf.


         

Bjarnastaðaskriða hljóp árið 1720 og fór yfir bæinn á Bjarnastöðum og stíflaði Vatnsdalsá. Þá myndaðist Flóðið, stöðuvatnið innan við Vatnsdalshóla

Það er frekar rólegt á Aðalgötunni þessa dagana. Jólaskraut er komið í hótelgluggana sem og í Aðalgötu 8 en dimmt, eins og stundum  áður í gömlu kirkjunni  og verður seint sagt að það kæti mig en líkast til breytir það engu um gang himintunglanna hvað mér finnst um hlutina en Kirkju-Sveinn gæti að skaðlausu borgað eitt rafmagnsmánaðargjald á einni sparperu sem fæst hjá Lionsklúbbnum fyrir kr 1.000 kr (reyndar tvær í pakka fyrir 2.000 kr).  

Það hefur  vakið athygli að  ljósin á jólatrénu hafa logað undanfarið  án auglýsingar í Glugganum um formlega opinbera tendrun. Þetta er stílbrot en ljósin fara vel á jólatrénu á kirkjuhólnum, tré sem hefur lagað sig að suðvestanáttinni á aðdáunarverðan hátt því oft hefur þetta ágæta tré sem einhvern tíma var gjöf frá vinarbæ okkar Moss í Noregi, brotnað í upphafi aðventu.  Við eigum óbrotið jólatré sem sem hallar sér til norðausturs og er líklega þarna statt á kostnað útsvarsgreiðenda.


Nýjasta viðskiptahugmynd Jónasar á Ljóninu. Um er að ræða gamla Bens bifreið sem á að nýtast sem eldhús fyrir gesti hans næsta sumar. Einnig hefur Jónas í huga að ferðast með velstæða ferðamenn inn á hálendið en pláss er fyrir 6 manneskjur inní "boddíinu"

Það var eins gott að Glugginn barst mér í hendur áður en ég sendi þennan pistil frá mér því auglýst hefur verið að jólatréð á kirkjuhólnum er frá norsku vinum okkar í Moss og ljósin á því verða opinberlega tendruð á sunnudag eftir aðventumessu. Hafa skal það sem sannara reynist. Annað sem vakti athygli mína í nýjum Glugga og gladdi mig töluvert en það er að Sigurlaug og Sigurður eru að opna  "Litlu Dótabúðina" að Húnabraut 4. Það er ávallt gleðiefni þegar einhver tekur sig til og reynir að koma einhverri starfsemi á lagginar í okkar litla samfélagi, það munar um hvert eitt starf.

Um mig

Nafn:

Jón Sigurðsson

Farsími:

8623250

Afmælisdagur:

18.02 1952

Heimilisfang:

Árbraut 12 540 Blönduósi

Heimasími:

4524450

Faðir:

Sigurður M. Þorsteinsson

Móðir:

Ásta Jónsdóttir

Önnur vefsíða:

jonsig@tmumbod.is

Um:

Starfa sem umboðsmaður TM í A-Húnavatnssýslu auk þess að vera fréttaritari Morgunblaðsins á Blönduósi

Uppáhalds bíómynd(ir):

Hotel Ruanda og svo að sjálfsögðu allar James Bond myndirnar

Uppáhalds tónlist:

Maggi Eiríks, Ernirnir og ekki má gleyma sjálfum Bítlunum

Uppáhalds manneskjur:

þær sem halda upp á mig

Uppáhalds matur:

Hrogn og lifur, saltfiskur, þorramatur, ýsa í ýmsum myndum að ógleymdum humarnum. Lambakjötið stendur alltaf fyrir sínu og fátt er betra en útigrillaðar lambakótilettur með kartöflusalati A La Magga

Eftirminnilegast:

Það er svo margt ef að er gáð

Kennitala:

180252-3639

Eldra efni

clockhere

Tenglar

Flettingar í dag: 38
Gestir í dag: 5
Flettingar í gær: 88
Gestir í gær: 21
Samtals flettingar: 64784
Samtals gestir: 11506
Tölur uppfærðar: 3.5.2024 07:47:34