Jón Sigurðsson

Myndir og hugleiðingar úr A-Húnavatnssýslu. Hver sem er getur ratað inn á þessa síðu í töluverðri vissu um að komast frá því óskaddaður. Ef einhver skaddast og er tryggður, þá fær hann það bætt. Svo einfalt er það!

17.12.2014 15:06

öll él ............



Brimið lemur strönd Húnaflóa með bægslagangi

Það er vonlaust að byrja nokkra setningu án þess að veðrið "dúkki" upp og satt best að segja er legg ég mig allann fram um að reyna gleyma þessum látum sem lægðirnar valda en það er bara ekki hægt. Það má með sanni segja að veður hefur verið erfitt mörgum í meira en viku en á misjafnan hátt. Hvað mig varðar þá hef ég nánast að öllu leiti getað sætt mig við ástandið en fimmtudaginn fyrir tæpri viku komst ég ekki suður yfir heiðar vegna ófærðar í þeim tilgangi að fylgja Óskari bróður mínum hinsta spölinn. Þetta fannst mér erfitt en náttúruöflin ráða för og ekkert fær haggað þeim.

Það var einn vinur minn á "Feisbókinni" sem orðaði þetta ástand ágætlega þegar hann skrifaði: "það mætti halda að Jón Kalman hefði skrifað þetta veður". Þeir þekkja sem lesið hafa.


Séð yfir til Þingeyra á milli élja. Borgarvirki til hægri

Ég hef það á tilfinningunni og með námkvæmri yfirlegu yfir hinum ýmsu veðurkortum að þessu ástandi fari senn að ljúka og með þá ósk í brjósti þá bið ég í hjartans einlægni alla þá sem óska þess heitast að hafa mikinn snjó yfir jólin því það sé svo "kósý" að hætta að óska eftir meiri snjó því það er komið nóg.

Að öðru leiti þá er ástandið í mínu nánasta umhverfi í jafnvægi. Landhelgisgæslan, RARIK og gangnaver eru líkast til ekkert á leiðinni til okkar í nánustu framtíð og ljós logar í gömlu kirkjunni mér og mörgum til gleði og yndisauka. Ívar Snorri er einna duglegastur við að jólaskreyta umhverfi sitt hér um slóðir og nýji fjallabíllinn hans Jónasar á Ljóninu hefur staðið af sér öll veður.

Gluggi vikunnar er óvenju þykkur að þessu sinni því hann inniheldur mikinn fjölda jólakveðja frá fólki og fyrirtækjum. Það sem vekur hvað mesta athygli í síðasta Glugga ársins er forsíðuauglýsingin en hún er um opnunartíma Vínbúðarinnar á Blönduósi um hátíðirnar. Sá sem þetta ritar minnist þess ekki að hafa áður séð auglýsingu frá Vínbúðinni í Glugganum en til upprifjunar má geta þess að vínbúðin mun flytja úr Aðalgötunni einhvern tíma eftir áramót í húsnæði Arionbanka við Húnabrautina. Það er svolítið sérstakt að sjá auglýsingu frá Arionbanka á baksíðunni og má segja að þessi gjörningur sé svolítið táknrænn um framtíðina. Hinir síðustu munu fyrstir verða.


Bráðum færist baksíðan á forsíðuna eða öfugt. Vínbúðin er á leiðinni í Arion banka eftir áramótin

Eins og ég hef marg sagt frá er nokkuð um liðið síðan ég hef fengið vin minn og harmonikkuunnanda Rúnar í Sólheimum í heimsókn með hressandi harmonikkutóna hinna ýmsu listamanna veraldar. Það hefði svo sem ekki skipt miklu máli þá hann hefði komið með tónana því þá hefði verið ill mögulegt að greina fyrir grenjandi vindi og hríð en þetta " margt er það sem miður fer " skáld er alltaf velkomið til að auðga andann.

Gamla hesthúsið sem ég held alveg örugglega að Hlynur Tryggva hafi einhvern tíma átt var rifið milli élja í gær.

Um mig

Nafn:

Jón Sigurðsson

Farsími:

8623250

Afmælisdagur:

18.02 1952

Heimilisfang:

Árbraut 12 540 Blönduósi

Heimasími:

4524450

Faðir:

Sigurður M. Þorsteinsson

Móðir:

Ásta Jónsdóttir

Önnur vefsíða:

jonsig@tmumbod.is

Um:

Starfa sem umboðsmaður TM í A-Húnavatnssýslu auk þess að vera fréttaritari Morgunblaðsins á Blönduósi

Uppáhalds bíómynd(ir):

Hotel Ruanda og svo að sjálfsögðu allar James Bond myndirnar

Uppáhalds tónlist:

Maggi Eiríks, Ernirnir og ekki má gleyma sjálfum Bítlunum

Uppáhalds manneskjur:

þær sem halda upp á mig

Uppáhalds matur:

Hrogn og lifur, saltfiskur, þorramatur, ýsa í ýmsum myndum að ógleymdum humarnum. Lambakjötið stendur alltaf fyrir sínu og fátt er betra en útigrillaðar lambakótilettur með kartöflusalati A La Magga

Eftirminnilegast:

Það er svo margt ef að er gáð

Kennitala:

180252-3639

Eldra efni

clockhere

Tenglar

Flettingar í dag: 35
Gestir í dag: 2
Flettingar í gær: 88
Gestir í gær: 21
Samtals flettingar: 64781
Samtals gestir: 11503
Tölur uppfærðar: 3.5.2024 06:50:06