Jón Sigurðsson

Myndir og hugleiðingar úr A-Húnavatnssýslu. Hver sem er getur ratað inn á þessa síðu í töluverðri vissu um að komast frá því óskaddaður. Ef einhver skaddast og er tryggður, þá fær hann það bætt. Svo einfalt er það!

15.04.2015 16:09

vorfiðringur og baráttan um sentimetrana fimm



Hreiðrar sig blikinn og æðurinn fer. Þessar ljóðlínur úr Vorvísu Jóns Thoroddssen þvældust lengi fyrir mér. Ég vissi aldrei hvert æðurinn var að fara

Það eru breytingar í lofti. Jörðin er farin að lykta öðruvísi og fuglarnir eru farnir að gera sig gildandi í alheimssöngnum. Það er vor í lofti og stutt er í sumarmál, dagana frá laugardegi fram að sumardeginum fyrsta. Gæsunum hefur fjölgað til muna frá því fyrir viku og skógarþrestirnir verða sífellt meira áberandi. Ég var ekki frá því að ég hefði heyrt í hettumáv í morgun og þarf að kanna það mál betur. Í gær skyngdist ég í veikri von eftir grágæsinni SLN en þessi eðalgæs hefur komið um þetta leiti ár hvert alveg síða árið 2000 en hún lét ekki sjá sig síðasta vor. Ég hef alið þá von í brjósti að eins sé farið með gamalgæsir sem gamalmenni (reyndar á þetta við um alla) að geta ruglast smá í ríminu endrum og eins og því hefði SLN kannski álpast á Krókinn í fyrra í stað þess að halla sér  að Héraðshælinu líkt og hún hefur ætíð gert. Ekki sá ég neitt til hennar með sitt silfraða hálsmerki en ég veit um eina gæs sem var merkt á Blönduósi árið 2000 sem ungi með fótamerkinu AVP og hana sá ég og fleiri í fyrra. Gaman væri að rekast á hana við tækifæri.

Það er gaman að velta sér upp úr vorinu  því þar er framtíðin falin, upphaf vaxtar og viðkomu. Talandi um vöxt og viðgang þá er gaman að segja frá því að lofthæðin í eldhústrukk Jónasar á Ljóninu hefur aukist um 5 cm á einni viku og má segja að dagur hinna hávöxnu sé risinn. Fyrir viku sagði ég frá áformum Jónasar við uppbyggingu eldhúsbíls sem mun verða staðsettur fyrir utan Ljón norðursins en sá galli var á gjöf Njarðar að lofthæðin var takmörkuð og hefði hurft að handvelja þá sem nýta vildu trukkeldhúsið eftir hæð. Jónas sagði mér í óspurðum fréttum að nú væri hann að vinna í því að auka lofthæð í eldhúsbílnum og má segja að hann hafi aukið notagidið um 5cm eins og áður hefur komið fram.


Jónas að störfum í eldhústrukknum

Hér að ofan sagðist ég líklega hafa heyrt í hettumáv og ég fór niður í ós til að sannreyna þetta og viti menn, hettumávurinn er kominn og bíð ég spenntur eftir því að heimildarmaður RÚV á Blönduósi hringi í fréttastofuna og segi frá því að krían sé komin. Ekki veit ég hver þessi heimildarmaður er en óvenju oft hef ég heyrt það í Ríkisútvarpinu undangengin ár að krían komi fyrst á Blönduós.


Sigurjón á Rútsstöðum kom í kurteisisheimsókn áðan svona til að vita hvernig mér liði eftir að við hættum að hittast reglulega yfir 1000 kílóa bjórbrettum. Ég sagði honum sem var að ég hefði það nokkuð gott en þakkaði honum hugulsemina. Ég er ekki frá því að hann hafi næstum haft jafn gott af því að sjá mig og ég hann. Annar snillingur sem reglulega heimsótti mig í hornið mitt á Aðalgötunni meðan vín og öl voru í hverri hillu kom um daginn og rifjaði upp gamla harmonikkutakta. Hér á ég að sjálfsögðu við Magnús Rúnar Agnarsson.Ég man nú ekki nákvæmlega hvaða harmonikkusnillinga hann var með undir geislanum í Súkkunni sinni en minnir þó að þeir hafi eitthvað verið kenndir við afahlutverkið. En það var gaman að heyra taktfastan polkann breiðast yfir Aðalgötuna og gleðja hin örfáu eyru sem enn enn leynast í götunni.


Veit ekki hvort eftirfarandi vísa eigi við í þessu tilfelli því nú geta allir ekið óáreittir um Húnvetnska grund meðan lögreglan dundar sér á hótelinu

                   Vökul, röggsöm, vakir glögg,
                             veldur skröggum kvíða.
                             Blönduóslöggan býsna snögg
                             bregður flöggum víða.

Þessa vísu orti Sigrún Haraldsdóttir hinn frábæri hagyrðingur sem ættuð er úr Svínavatnshreppi hinum forna

En hvað sem öllu líður þá er keimur af vori í lofti og sá keimur getur ekki gert neitt annað en glatt sálina og rennt stoðum undir það að hvað sem við mennirnir höfumst að þá kemur enn vor í dal.

Um mig

Nafn:

Jón Sigurðsson

Farsími:

8623250

Afmælisdagur:

18.02 1952

Heimilisfang:

Árbraut 12 540 Blönduósi

Heimasími:

4524450

Faðir:

Sigurður M. Þorsteinsson

Móðir:

Ásta Jónsdóttir

Önnur vefsíða:

jonsig@tmumbod.is

Um:

Starfa sem umboðsmaður TM í A-Húnavatnssýslu auk þess að vera fréttaritari Morgunblaðsins á Blönduósi

Uppáhalds bíómynd(ir):

Hotel Ruanda og svo að sjálfsögðu allar James Bond myndirnar

Uppáhalds tónlist:

Maggi Eiríks, Ernirnir og ekki má gleyma sjálfum Bítlunum

Uppáhalds manneskjur:

þær sem halda upp á mig

Uppáhalds matur:

Hrogn og lifur, saltfiskur, þorramatur, ýsa í ýmsum myndum að ógleymdum humarnum. Lambakjötið stendur alltaf fyrir sínu og fátt er betra en útigrillaðar lambakótilettur með kartöflusalati A La Magga

Eftirminnilegast:

Það er svo margt ef að er gáð

Kennitala:

180252-3639

Eldra efni

clockhere

Tenglar

Flettingar í dag: 39
Gestir í dag: 7
Flettingar í gær: 78
Gestir í gær: 46
Samtals flettingar: 68614
Samtals gestir: 12460
Tölur uppfærðar: 17.5.2024 05:22:42