Jón Sigurðsson

Myndir og hugleiðingar úr A-Húnavatnssýslu. Hver sem er getur ratað inn á þessa síðu í töluverðri vissu um að komast frá því óskaddaður. Ef einhver skaddast og er tryggður, þá fær hann það bætt. Svo einfalt er það!

29.04.2015 16:02

þrestirnir farnir að syngja



Bjartmávur að ég held á flugi við botn Húnafjarðar

Ég fer ekki ofan af því að þetta vorhret var andstyggilegt og óvíst hvort það hafi lokið sér af. Dagurinn í dag er þó með öðrum brag og skógarþrestirnir sem hafa hrakist um í hríðargargi undanfarna daga eru farnir að hoppa um grundir og tína upp í sig ýmislegt góðgæti sem er að finna í grasrótinni og það sem meira er , þeir eru farnir að syngja.  Það er allt annað yfirbragð á fuglunum í dag því nú hafa þeir tök á að afla sér viðurværis á eigin forsendum. Lóurnar sem höfðu hópast saman á túnum frístundabænda eru gersamlega horfnar og veit ég ekki hvað af þeim varð. Þær voru ekkert að fara í morgun heldur flúðu þær eitthvað út í buskann í versta veðrinu.


Einmana grágæs gæðir sér á grænum grasnálum í garði Siggu Gríms (mikið af "Gjéum")

Það eru ýmsir sem hafa áhuga á því að fylgjast með athöfnum Jónasar verts á Ljóninu. Af honum er svo sem ekkert mikið að frétta annað en það að hann bjástrar en í ferðþjónustunni og fær svona annað slagið og í flestum tilfellum erlenda gesti. Þess ber þó að geta að ferðamannatímabilið er nú ekki enn komið í fullan gang. Það verður spennandi að fylgjast með því hvernig pizzuframleiðsla Ljósnins "plummar" sig en Jónas hyggst hefja framleiðslu nú um mánaðarmótin.

Mér sýnist á öllu miðað við snjóalög í mínum garði og veðurspá fyrir næstu daga að ekki verði af hinni árlegu 1. maígöngu minni um garðinn með áburð í fötu.  

Rúnar vinur minn Agnarsson ók framhjá mér áðan án þess að kasta á mig kveðju en hann má þó eiga það að hann hafði skrúfað niður gluggarúðu farþegameginn á Súkkunni sinni og gat ég greinilega heyrt að hressilegur harmonikkuleikur barst úr bifreið hans.


Ferðaþjónustubóndinn Lárus B. Jónsson lætur verkin tala og þeytir snjó frá inngangi hótelsins. Kristín Lárusdóttir og Gunnar Sig Sigurðsson fylgjast glaðbeitt með

Svo mörg voru þau orð þennan síðasta miðvikudag í apríl það Herrans ár 2015.

Um mig

Nafn:

Jón Sigurðsson

Farsími:

8623250

Afmælisdagur:

18.02 1952

Heimilisfang:

Árbraut 12 540 Blönduósi

Heimasími:

4524450

Faðir:

Sigurður M. Þorsteinsson

Móðir:

Ásta Jónsdóttir

Önnur vefsíða:

jonsig@tmumbod.is

Um:

Starfa sem umboðsmaður TM í A-Húnavatnssýslu auk þess að vera fréttaritari Morgunblaðsins á Blönduósi

Uppáhalds bíómynd(ir):

Hotel Ruanda og svo að sjálfsögðu allar James Bond myndirnar

Uppáhalds tónlist:

Maggi Eiríks, Ernirnir og ekki má gleyma sjálfum Bítlunum

Uppáhalds manneskjur:

þær sem halda upp á mig

Uppáhalds matur:

Hrogn og lifur, saltfiskur, þorramatur, ýsa í ýmsum myndum að ógleymdum humarnum. Lambakjötið stendur alltaf fyrir sínu og fátt er betra en útigrillaðar lambakótilettur með kartöflusalati A La Magga

Eftirminnilegast:

Það er svo margt ef að er gáð

Kennitala:

180252-3639

Eldra efni

clockhere

Tenglar

Flettingar í dag: 39
Gestir í dag: 7
Flettingar í gær: 78
Gestir í gær: 46
Samtals flettingar: 68614
Samtals gestir: 12460
Tölur uppfærðar: 17.5.2024 05:22:42