Jón Sigurðsson

Myndir og hugleiðingar úr A-Húnavatnssýslu. Hver sem er getur ratað inn á þessa síðu í töluverðri vissu um að komast frá því óskaddaður. Ef einhver skaddast og er tryggður, þá fær hann það bætt. Svo einfalt er það!

23.11.2016 13:50

Hugsað upphátt á Vesturbakkanum


Á Vesturbakkanum voru menn sem gerðu út en liggja nú í útgerðardvala. Bátar vélarvana eða hreinlega horfnir

Langt er um liðið að sögur af Vesturbakkanum hafa litið dagsins ljós hér á þessum vettvangi. Við erum enn hérna nokkur sem drögum andann, sum allan sólarhringinn en aðrir bara 8 tíma eða bara endrum og eins.  Hér áður fyrr meir voru hér umhverfis allt umlykjandi einstaklingar sem óhugsandi var að verða ekki var við og  stundum oft á dag. Menn kunnu hér ráð til að afmá brundbragð úr hrútaketi. Hér voru hundar sem ólu upp menn og menn sem reyndu að koma skikki á opinbera starfsmenn ríkis og bæjarins. Listamenn sem m.a. löðuðu til sín auðnutittlinga með verkum sínum. Vissulega er hér enn fólk sem hefur margt til brunns að bera og má þar nefna einstaklinga sem lögðu hinn forna skjáleik í sjónvarpinu á hliðina. Eplaræktendur, útsjónarsama gistihúsa- og guðshúsaeigendur svo einhverjir séu nefndir. Svo er hér hundur sem styggir stundum göngufólk sem leið á um Aðalgötuna og er þess valdandi að heimsóknum til mín fækkar enn frekar en orðið er frá brotthvarfi ÁTVR úr mínu ranni.   

         

Oft þarf að reisa múra til að halda aftur af náttúruöflunum

Það er einhvern veginn þannig að þegar maður eldist og þroskast að kjarkurinn til að segja sögur af samferðamönnum minnkar. Kann það að vera vegna aukinnar þekkingar á mannlegu eðli. Óttinn við að særa einhvern alveg óvart án þess að einhver brotavilji sé að baki. Kannski er þetta óþarfa viðkvæmni í mér að brölta um með óþarfa sektarkennd um eitthvað sem ekki hefur átt sér stað. Maður kemst ekki að því hvort þeir sem um er skrifað móðgist nema að láta á það reyna. En, samt sækir efinn að. Væri ekki ráð að senda þeim sem fyrir pennanum gætu orðið bréf um það hvort þeir væru hæfilega harðir til að verða barðir.

         Ég er ekki í nokkrum vafa um það að margir hefðu gaman að því að heyra frá því hvernig ein manneskja getur lagt heila sjónvarpsdagskrá á hliðina með símann einn að vopni og viss er ég um að einhverjir hefðu áhuga á eplarækt við ós Blöndu fyrir opnum Húnaflóanum.

         

Horft af Vesturbakkanum

Af þessum skrifum geta menn lesið að mér úr greipum hafa gengið margir áhugaverðir einstaklingar úr dýraríkinu. Hafa horfið úr mínu nágreni, holdgervingar hinna óhjákvæmilegu breytinga.  Jónas vert á Ljóninu sést hér þó af og til en hann fer líkt og farfuglarnir suður á bóginn yfir vetrartímann. Ég heyri reglulega frá honum og veit það fyrir víst að hann er ekki frábitinn því að eltast við "kerfið" sem hann segir að hafi leikið sig grátt. Þessi eltingaleikur hefur staðið nokkuð lengi yfir og sér ekki fyrir endann á honum.

         Reyndar er einn einstaklingur sem sannanlega tilheyrir Vesturbakkanum og er mér einkar kær farinn til vetrardvalar í Skotlandi. Þetta er að sjálfsögðu grágæsin Blanda sem þeir sem fylgjast með á "facebook" þekkja. Á þessum fugli er lengi hægt að nærast andlega, a.m.k. meðan hún lifir og hagar sér skynsamlega á Katanesi hvar forsetafrúin á ættir að rekja.    

Um mig

Nafn:

Jón Sigurðsson

Farsími:

8623250

Afmælisdagur:

18.02 1952

Heimilisfang:

Árbraut 12 540 Blönduósi

Heimasími:

4524450

Faðir:

Sigurður M. Þorsteinsson

Móðir:

Ásta Jónsdóttir

Önnur vefsíða:

jonsig@tmumbod.is

Um:

Starfa sem umboðsmaður TM í A-Húnavatnssýslu auk þess að vera fréttaritari Morgunblaðsins á Blönduósi

Uppáhalds bíómynd(ir):

Hotel Ruanda og svo að sjálfsögðu allar James Bond myndirnar

Uppáhalds tónlist:

Maggi Eiríks, Ernirnir og ekki má gleyma sjálfum Bítlunum

Uppáhalds manneskjur:

þær sem halda upp á mig

Uppáhalds matur:

Hrogn og lifur, saltfiskur, þorramatur, ýsa í ýmsum myndum að ógleymdum humarnum. Lambakjötið stendur alltaf fyrir sínu og fátt er betra en útigrillaðar lambakótilettur með kartöflusalati A La Magga

Eftirminnilegast:

Það er svo margt ef að er gáð

Kennitala:

180252-3639

Eldra efni

clockhere

Tenglar

Flettingar í dag: 70
Gestir í dag: 29
Flettingar í gær: 632
Gestir í gær: 36
Samtals flettingar: 63905
Samtals gestir: 11339
Tölur uppfærðar: 26.4.2024 21:09:25