Jón Sigurðsson

Myndir og hugleiðingar úr A-Húnavatnssýslu. Hver sem er getur ratað inn á þessa síðu í töluverðri vissu um að komast frá því óskaddaður. Ef einhver skaddast og er tryggður, þá fær hann það bætt. Svo einfalt er það!

Færslur: 2007 Mars

03.03.2007 21:21

Rakar þú þig ekki fyrir eldhúsverkin

Ég veit það ekki hvort konur hafi upplifað þá tilfinningu að standa fyrir framan spegill einhvern dag, það skiptir ekki máli hvern og sagt "úrbóta er þörf skeggið er farið að leggjast á lífsgæðin". Þetta upplifði ég í kvöld! Við þessu var ekki nema eitt svar og það var að nota þrjá fingur hægri handar til að opna baðherbergisskápinn og ná í rakdótið. Þetta er yndisleg tilfinning þegar maður hefur yfirunnið tregðulögmálið að bregða framan í sig manual rakvél ( engin mengun á mínu heimili) og þrífa framan úr sér allt (ekki yfirvaraskeggið)  sem kallast má pirrandi án þess þó að hafa valið sér það sjálfur. Ef ég hefði fæðst sem kona þyrfti ég ekki að standa frammi fyrir þessu vandamáli misjafnlega oft í viku þannig að hér er klárlega kynjum mismunað af Skaparanum. Hvers vegna vex á mér skegg en ekki konu minni? Mín trú er sú að þetta sé þannig hugsað að fituleifar og annað sem tengist matseld festist ekki í skeggi kvenna vegna þess að það er ekki til staðar. Ég sæi nú bara sjálfan mig standandi yfir sjóðheitum pottunum hvar í kraumar matur sem kallar fram hina yndislegu matarást  með skegghýjunginn útataðan í sósu- og fitubrækju og konan kæmi inn í eldhús nýbúin fylgjast með leik í enska boltanum segja.; " Skelfing er að sjá þig maður, rakar þú þig ekki fyrir eldhúsverkin"  Reyndar ef satt skal segja sé ég ekki sjálfan mig í þessari stöðu einfaldlega vegna þess að konan eldar og saman snæðum við málsverð sem aldrei hefur svikið mig. Ég á við ýmisleg vandamál að etja en mín kona nánast engin nema þreytu á kvöldin og um helgar og stundum einhvern pirring þegar ryksugan fer illa í hendi. En það er rétt að halda áfram frá því sem lagt var upp með þ.e.a.s. tilfinningunni að standa fyrir framan spegil. Þarna sem ég stóð og búinn að þrífa skegglíurnar úr andlitinu varð mér að orði." Mikið andskoti er þetta fallegur maður sem ég horfi á í speglinum. Þar sem ég var bara einn til frásagnar um þessa dásamlegu uppgötvun stökk ég fram í stofu til minnar yndislegu konu til að deila með henni þessari fallegu upplifun, þá brá svo við að mín kona var ekki til staðar til að samgleðjast mér því  hún var  stödd í draumaheimi víðsfjarri mér. En þar sem ég er nú maður sanngirninar þá læddist ég til baka inn á bað leit í spegilinn aftur  og sagði" Satt segir þú spegill um mig og saman skulum við standa vörð um hlutverk konunar í  lífinu" um leið og ég skolaði framan úr mér raksápuna, þerraði húðina og bar á snyrtan svörðin hágæða Aloa vera. 

02.03.2007 19:12

Er Bóta til bóta

"SALAN á málverkinu Hvítasunnudegi eftir Jóhannes Kjarval sl. þriðjudag var ekki aðeins tímamótasala á verki gamla meistarans heldur tímamótasala sem líklegt er að muni hafa víðtæk áhrif á listaverkamarkaðinn hérlendis. Þetta er mat þeirra sérfræðinga sem Morgunblaðið leitaði til í gær. Í þeim hópi voru m.a. Edda Jónsdóttir, galleristi í i8, Sveinn Þórhallsson,galleristi í Turpentine, og Tryggvi Friðriksson, annar eigandi Gallerís Foldar. Öll voru þau mjög bjartsýn á þróun markaðarins framundan.Allir álitsgjafar blaðsins voru á einu máli um að íslenski listaverkamarkaðurinn hefði tekið sérlega vel við sér á sl. tveimur árum. Tengja viðmælendur það annarsvegar aukinni velmegun og hins vegar því að fólk virðist hafa endurheimt traust sitt á listaverkamarkaðnum." Sannleikurinn, tækifærin við þessa frétt já og útrásin í augsýn fékk ég ekki fyrr en ég hitti hana Bótu (Bóthildur Halldórsdóttir). Þessi ágæta kona sem lengi bjó á vesturbakkanum en flúði fyrir ekki svo margt löngu austur yfir hitti mig í dag örþreyttan  og að niðurlotum kominn, traðkandi á hlaupabretti frá Sjálfsbjörg og sagði: " Jón, það er eitt listaverk sem allir eru að tala um, eftir þig heima hjá mér" Ég missti úr nokkur spor og munaði minnstu að ég rynni út af hlaupabrettinu við þessi tíðindi hafandi lesið ofangreinda frétt. Loksins verð ég ríkur og það fyrir atbeina Bótu. " Hvaða listaverk er það Bóta mín sem þú ert að tala um? Þar sem ég hleyp á brettinu með upphitaðan púlsmæli og var búinn að leggja að baki 1,9 km og hraðinn og púlsinn voru á nokkuð öruggri niðurleið varð snöggur viðsnúningur á hjartslættinum ( þetta verða menn að taka inn í óvissuþætti um niðurstöður langlífis heilbrigðra hjartasjúklinga með hjatrabilun). Bóta komin,  auður í nánd eftir góða frétt í Morgunblaðinu og eðlilegt að hjarslátturinn tæki örlítinn kipp upp á við .  "Listaverkið eftir þig er passamynd sem þú tókst af mér í fyrra. Það segja allir að þetta sé listaverk" Bóta er vinkona mín og í sjálfu sér listaverk án minnar aðstoðar. Í dag og í kvöld hef ég setið og hugsað, hvað ætli Bóta hafi meinað með þessu. Eftir sit ég með listaverk af konu sem er listaverk í sjálfu sér en hver er kominn til að meta það. Hef ég orðið fyrir skaða Bóta, hefur þú orðið fyrir skaða Bóta eða þörfnumst við skaðabóta

Um mig

Nafn:

Jón Sigurðsson

Farsími:

8623250

Afmælisdagur:

18.02 1952

Heimilisfang:

Árbraut 12 540 Blönduósi

Heimasími:

4524450

Faðir:

Sigurður M. Þorsteinsson

Móðir:

Ásta Jónsdóttir

Önnur vefsíða:

jonsig@tmumbod.is

Um:

Starfa sem umboðsmaður TM í A-Húnavatnssýslu auk þess að vera fréttaritari Morgunblaðsins á Blönduósi

Uppáhalds bíómynd(ir):

Hotel Ruanda og svo að sjálfsögðu allar James Bond myndirnar

Uppáhalds tónlist:

Maggi Eiríks, Ernirnir og ekki má gleyma sjálfum Bítlunum

Uppáhalds manneskjur:

þær sem halda upp á mig

Uppáhalds matur:

Hrogn og lifur, saltfiskur, þorramatur, ýsa í ýmsum myndum að ógleymdum humarnum. Lambakjötið stendur alltaf fyrir sínu og fátt er betra en útigrillaðar lambakótilettur með kartöflusalati A La Magga

Eftirminnilegast:

Það er svo margt ef að er gáð

Kennitala:

180252-3639

Eldra efni

clockhere

Tenglar

Flettingar í dag: 692
Gestir í dag: 108
Flettingar í gær: 719
Gestir í gær: 392
Samtals flettingar: 66506
Samtals gestir: 12164
Tölur uppfærðar: 8.5.2024 16:07:32